09 júní 2003

Þá er ég loksins búin á þessum næturvöktum. Er búin að skipta næturvöktunum sem ég á á næstu helgi, á þal. frí á næstu helgi en vinn helgina þar á eftir. Það er alltaf jafn gott þegar maður er búin á seinustu vaktinni, maður er orðinn eins og undin tuska. Veðrið er búið að vera alveg geggjað í dag - þó svo að ég hafi að mestu sofið það af mér. Var ekkert að meika að fara fram úr. Dreif mig samt til ömmu í kvöldmat og þegar ég sá hvað veðrið var gott dreif ég mig í göngutúr. Hitinn fór hæst í 18° í dag en í kvöld var ennþá 10 stiga hiti. Alveg æðislegt!! Það er bara vonandi að sumarið verði sem mest svona!! Átti að fara á kvöldvakt á morgun en var beðin um að skipta við eina og taka morgunvakt í staðin. Mér hrýs reyndar hugur við því að þurfa að vakna í fyrramálið en það verður gott að eiga frí annað kvöld. Ég vinn miðvikudaginn á Skýlinu líka, svo fer ég á námskeið í skólanum á fimmtudag og föstudag og svo er ég komin í fjögurra daga frí!! Af því að ég skipti næturvöktunum sko. Ég veit reyndar ekkert hvað ég á að fara að bralla þessa fjóra daga, Ella verður farin í Reykjarfjörð þar sem hún verður í sumar. Ég er að vona að mamma komi vestur, þá get ég dundað eitthvað með henni. Annars eru allir velkomnir í heimsókn sko ;) ;)

Annars er smá hint til Öggu að fara að velja sér lit á garni í peysuna svo ég geti byrjað á henni. Þá hef ég allavegana það til að dunda við. Var að klára að prjóna trefil á mömmu. Er að spá í að prjóna mér svoleiðis líka. Vantar bara garn, ætla að skoða það í vikunni. Þarf að vera búin að redda þessu fyrir næstu næturvaktir. Tíminn alveg flýgur þegar maður hefur eitthvað í höndunum. Annars var ég að spá að fara í smá heilsuátak. Ætla bara að borða nammi og drekka gos á laugardögum og vera dugleg að fara í göngutúra. Það er gönguhópur hérna þrisvar í viku og ég ætla að nýta mér hann þegar ég get. Ég hef ekkert getað farið í tvær vikur núna því ég er alltaf að vinna þegar þetta er. En núna ætla ég að láta reyna á sjálfsagann - hann hlýtur að vera til í mér einhvers staðar!

Jæja, ég ætla að drífa mig í sturtu og svo beint í háttinn. Vona bara að ég geti sofnað snemma - ég svaf nefnilegast allof lengi í dag...

Engin ummæli: