Ég er svo þunn að ég er að deyja!! Í gær var síðasti vinnudagurinn hjá kennurum hérna og af því tilefni fórum við í óvissuferð. Við byrjuðum á því að fjölmenna á Shellskálann í pulsu og ís og hittumst síðan við löggustöðina kl. 5. Þar vorum við send af stað í smá leik. Okkur var skipt upp í hópa og fengum það verkefni að skíra hópinn okkar og botna vísu. Minn hópur hét Ælurnar - af því að við vorum settar saman í hóp af því að við erum alltaf svo sjóveikar - og vísan okkar var voða flott. Stuðluð og rímuð og allt! Síðan fórum við í minigolf. Ég sem hef aldrei komið við golfkylfu áður.. En það gekk nú bara ágætlega hjá okkur - við unnum allavegana liðakeppnina!! Þá lá leiðin niðrí sundlaug þar sem við flatmöguðum í pottunum. Við vorum svo sótt niðrí sundlaug og keyrð yfir í Skálavík þar sem að Kaja gangavörður á sumarbústað þar var grillað og djammað til miðnættis. Það var svaka stemming í hópnum og mikið hlegið og ennþá meira drukkið enda voru allir rúllandi. Við enduðum svo nokkrar í partýi heima hjá mér og þar var djúsað aðeins lengur. Ég man nú voða lítið eftir því.. Þar var víst mikil umræða um hjálpartæki ástarlífsins og mín skellti sér bara inn í herbergi og sótti eggið og sýndi þeim!! Það var nú ekkert notað en hefur vonandi bara losað um einhverja fordóma gagnvart svona... Eða eitthvað.. Ég kláraði allavegana skólaárið með stæl því þetta var alveg meiriháttar gaman. Á eftir að sakna allra þarna geðveikt mikið.
Jæja, ætla að fara að koma mér til ömmu og reyna að koma einhverju niður.. Hún var voða séð og ætlar að elda súpu og svoleiðis af því að það er svo gott fyrir magann eftir svona! Fer svo heim að leggja mig og fer á næturvakt í nótt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli