Jæja, þá er fyrsta næturvakt sumarsins orðin að raunveruleika. Sit inná vakt með tölvuna og er alveg að sofna!! Var ekkert að geta lagt mig í kvöld sem mér hefnist fyrir núna. Klukkan að ganga 5 og erfiðasti tími vaktarinnar framundan. Sérstaklega þegar maður er nett þunnur eins og ég núna. Ég er því ekki búin að afreka mikið á vaktinni. Það er búin að vera ein bjalla. Síðan er ég búin að hafa til lyfin og leggja á borðið. Ég var svo lengi að finna út hvaðan eitthvað píp kom en eftir mikla leit og umhugsun komst ég að því að rafhlaðan í reykskynjaranum upp á háalofti var búin. Það var alveg svakalega gott þegar ég var búin að finna það út!! Nett pirrandi hljóð!! Ég byrjaði reyndar vaktina á að reyna að koma í veg fyrir annað geðveikt pirrandi hljóð. Það dropar svo úr vaskinum inn í eldhúsi að það er ekki venjulegt. Alltaf þegar það er kvartað yfir þessu og Óli Ben (húsvörðurinn) kemur þá hættir það. Þetta er alveg að gera mig vitlausa!! Ég þarf síðan að skrifa á fermingarkort. Restin af bekknum mínum fermist á sunnudaginn og ég ætla að senda öllum kort. Ætlaði að vera svo sniðug að nota næturvaktina til þess. Er samt ekkert að nenna því núna. Er eiginlega of þreytt. Geri það bara á vaktinni á morgun.
Var reyndar að spá í að reyna að skipta henni. Hrafnhildur var að koma vestur og það er ball í Hnífsdal með Í svörtum fötum. Var alveg á því í gær að skipta vaktinni en þynnkan í dag hefur þynnt þær áætlanir aðeins út. Langar ekkert voðalega mikið að sjá áfengi núna - hvað þá að bragða á því! Þannig að þá hef ég smá gálgafrest á þessum kortum. Svo er ég líka að prjóna trefil fyrir mömmu. Voða sætan. Var byrjuð að prjóna áðan en eftir nokkrar umferðir missti ég niður lykkju (r) og náði ekki að laga það.. Og þar fór það... Amma hjálpar mér með það á morgun og þá get ég haldið áfram annað kvöld - og skrifað á kortin. Þá tek ég mér bara spólu á sunnudaginn. Alveg búin að plana þetta. Þessar næturvaktir eru soldið mikið dauðar.. Er búin að hlusta á alla hrjóta og engin rumskar - kannski sem betur fer.
Daddara... Bolungarvík að næturlagi er alveg að gera sig. Það er einhvern vegin alltaf svo gott veður á nóttunni. Maður hlustar á sönginn í fuglunum og reynir að fylgjast með hverjir eru á rúntinum og svona. Úr eldhúsglugganum hérna sé ég húsið mitt - og það getur verið soldið erfitt að vita af rúminu sínu þarna hinum megin við vegginn!! Jæja, ég er farin að halda að Agga hafi haft rétt fyrir sér - að ég geti röflað út í hið óendanlega um ekki neitt.. Það var samt einhvern vegin sniðugra að skrifa á bloggið heldur en að sitja og tala við sjálfa mig. Já eða standa. Ég gæti gert það líka. En jæja, ég ætla að fara inn í stofu og horfa á videó. Tók upp dagskrána á Stöð 2 í kvöld. Horfði á Friends áðan og ætla að horfa núna á þarna þættina sem koma á eftir. Skemmtið ykkur þið sem eruð að djamma en þið hin getið bara haldið áfram að sofa. Ég efast um að ég hafi vakið ykkur - enda nokkuð lunkin eftir allar þessar næturvaktir að fylgjast með öllu án þess að nokkur maður taki eftir því...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli