Jæja, þá er maður mættur í höfuðborgina. Ég keyrði suður í gær og var að fram á nótt að taka upp úr kössum, raða húsgögnum og fleira skemmtilegt. Ég komst ansi langt í gær og ætla að klára þetta í dag eða á morgun. Nenni hreinlega ekki að vera að stússast í þessu endalaust!
Það verður nú að segjast eins og er að það var ansi erfitt að fara í gær. Amma greyið alveg brotnaði og grét og grét þegar ég fór. Tárin láku nú hjá mér líka og ég blótaði mér fyrir að hafa ekki verið búin að taka bensín áður en ég fór og kvaddi ömmu. Ég setti hins vegar bara upp sólgleraugun - að hætti sumra :p - áður en ég fór á sjoppuna að taka bensín.
Allavegana, ég byrja ekkert að vinna eða í skólanum fyrr en eftir helgi og verð að mestu heima við ef einhverjum langar að kíkja í heimsókn. Ég bý núna á Bólstaðarhlíð 46, segi ekkert á hvaða hæð :p Ætla að fara að drífa mig heim að gera eitthvað. Var að koma úr klippingu og litun. Mamma segir að ég sé eins og golsótt rolla - en ég held að ég sé samt fín sko....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli