Minnz er kominn aftur ,,til byggða" eins og sumir jólasveinar vilja orða það. Kom á réttum tíma á laugardaginn. Er búin að vera með einhverja flensupest í mér síðan ég kom suður og hef bara látið lítið fyrir mér fara. Mætti samt í vinnu í morgun og var náttla send í sendiferð þegar aðalveðrið var að ganga yfir. En það kemur sér stundum vel að hafa lært að keyra í snjó og ég fór þetta örugglega. Reyndar ekki á mínum bíl - hann er ekki alveg hannaður fyrir akstur í snjó. Það hafa svo verið lítil afköst í vinnunni í dag. Við vorum öll út í glugga að hlægja að liðinu sem var að reyna að komast inn og út úr bílastæðinu hérna. Sérstaklega að einum kalli sem þóttist vera svaka góður á stórum og flottum jeppa. Ætlaði að hjálpa einni konu að losa sinn bíl. Svo pikkfesti hann stóra jeppann sinn - og var ekkert svakalega stór kall þá, hehe. En það var alveg að sanna sig í dag að Reykvíkingar kunna ekkert að keyra í snjó.
Annars hafði ég það bara gott yfir jólin. Var í góðu yfirlæti hjá henni ömmu. Ég fór svo á djammið með Hrafnhildi og Ellu á annan í jólum. Það var svaka stuð. Ég fékk svo margt fallegt í jólagjöf og segi bara takk fyrir mig. Ég verð samt að fá að nefna eitt - sem dæmi um hugmyndaauðgina sem er í fjölskyldunni minni og líka sem dæmi um það hvað fjölskyldan mín virðist tala sig mikið saman um jólagjafir. Ég fékk nefnilegast ÞRJÁ handþeytara í jólagjöf. En tveimur verður skipt í eitthvað annað sem mig vantar..
En jæja, ég man ekkert hvað ég ætlaði að röfla hérna meira. Skrifa meira einhvern tíman seinna þegar ég verð í stuði til þess.
29 desember 2003
20 desember 2003
Jæja, þá er maður búinn í prófunum og búinn að vera að vinna á fullu síðan og undirbúa jólin. Ég er að fara vestur á mánudaginn og kem aftur í bæinn 27. des. Þá er stefnan tekin á Jet Black Joe á Broadway þannig að það er eins gott að ég verði ekki veðurteppt!! En jæja, ég hef eiginlega engan tíma til að blogga núna. Ætla að fara að redda restinni af jólagjöfunum og hafa mig til fyrir afmælið hennar Öggu Pöggu Pí í kvöld. Á morgun er það svo þynnka, pakka niður og allt það og vestur á mánudaginn ef veðurguðirnir leyfa.
Gleðileg jól öll sömul! Hafið það gott yfir hátíðarnar :D
Birt af Erla Perla kl. 12:20 e.h. 0 skilaboð
Hann Axel Ernir frændi minn á afmæli í dag. Hann er núna staddur í Grikklandi þar sem hann býr. Ég óska honum bara innilega til hamingju með daginn. Vonandi hefurðu það gott á afmælisdaginn og yfir hátíðarnar líka :)
Birt af Erla Perla kl. 10:28 f.h. 0 skilaboð
18 desember 2003
Ég er búin í prófunum!!! Svakalega verður slappað mikið af og djammað í jólafríinu ;)
Birt af Erla Perla kl. 1:06 e.h. 0 skilaboð
16 desember 2003
Jæja, ég er farin heim að læra fyrir seinasta prófið sem er á morgun. Er lítið búin að vera að gera af viti fyrir það og ætla að vera öfga dugleg í dag.. Það er allavegana planið....
Birt af Erla Perla kl. 12:42 e.h. 0 skilaboð
15 desember 2003
Jæja, gott fólk. Hvernig væri nú að fá einhverjar kvittanir í gestabókina svo maður viti að það sé einhver að lesa þessa vitleysu mína ;)
Birt af Erla Perla kl. 5:23 e.h. 0 skilaboð
Geisp geisp. Það er alveg svakalegur mánudagur í mér. Annað hvort það eða ég er orðin of gömul fyrir djammið :p Það var svaka stuð á laugardagskvöldið. Alveg rosalega gaman að hitta allt þetta fólk sem maður hafði sumt ekki séð í ár og öld. En ég fékk loksins að sjá hina margfrægu bók - og hún er alveg öfga flott. Algjört must í jólapakkann ;)
Gærdagurinn var svo frekar þreyttur og þunnur. Ég kúrði frameftir degi og dreif mig svo til mömmu að skrifa á jólakortin hennar. Fór svo bara snemma að sofa í gærkvöldi. Núna er það svo að klára seinustu dagana í próflestri. Seinasta prófið er á miðvikudaginn. Mér skilst reyndar á eldri nemendum sem ég hef spjallað við að það sé frekar erfitt að læra fyrir þetta próf, maður bulli sig bara í gegnum það en ég ætla samt eitthvað að kíkja á efnið í dag og á morgun.
Annars er allt búið að vera að gerast. Búið að handtaka Saddam og Keikó dauður. Það verður fróðlegt að sjá hvar verður réttað yfir kallinum - mér er ekkert að lítast á þessa sjálfskipuðu heimslöggu Bandaríkjamanna. Þeir starfa allavegana ekki í mínu umboði. Jæja, babla um það síðar. Ætla að reyna að læra eitthvað.
Birt af Erla Perla kl. 1:01 e.h. 0 skilaboð
13 desember 2003
Ég var að horfa á Popptíví í gærkvöldi og þar var verið að sýna þegar þeir í 70 mín fóru á Þjóðhátíð í sumar. Ekki voru nú myndir af mér þarna en amma, Addý, Dengsi, Pétur og Dísa voru þarna sprellfjörug í viðtali. Mæli með því að þið horfið á þetta þjóðhátíðarbrot hjá þeim ef þið dettið inn í Popptíví einhvern tíman.
Jæja, er alveg að mygla yfir mennsam greinunum. Ætla samt að pína mig til að lesa lengur svo ég geti djammað með hreina samvisku í kvöld.
Birt af Erla Perla kl. 1:57 e.h. 0 skilaboð
Hún Hjördís Fjördís er að útskrifast frá University of West Georgia í dag. Til lukku með árangurinn elsku dúllan mín!! Við höldum upp á þetta með þér þegar þú kemur heim - þú verður bara með okkur í huganum í kvöld ;)
Birt af Erla Perla kl. 11:24 f.h. 0 skilaboð
Jæja, þá er minnz mættur að læra. Er samt ekkert að nenna því - en nú er það bara harkan. Svo er það útgáfupartý Bjórkolls í kvöld. Hef það á tilfinningunni að það sé gott djamm framundan :D
Birt af Erla Perla kl. 11:22 f.h. 0 skilaboð
12 desember 2003
BTW, takk fyrir samúðarkveðjurnar Ella! Björguðu mér alveg. Bara 10 dagar í vesturferð ;)
Birt af Erla Perla kl. 12:55 e.h. 0 skilaboð
Jæja, þá á maður bara eitt próf eftir. Húrra fyrir því!! Mér gekk svona lala í prófinu í gær, niðurstaðan veltur samt alveg samt rosalega mikið á tveimur ritgerðarspurningum sem giltu 50% af prófinu. Það er hrein mannvonska að láta ritgerðir gilda svona mikið á prófi!!
Annars er ekki próf hjá mér fyrr en á miðvikudaginn svo ég tók mér frí frá próflestri og öllu svoleiðis í gær. Var sko að slæpast í Kringlunni og Smáralind í allan gærdag. Kláraði loksins að kaupa afmælisgjafirnar mínar - var alveg komin tími á það. Ég keypti mér nærföt í Change í Smáralind. Fékk flott nærföt á mjög góðu verði og þjónustan alveg frábær. Mæli með því að þið kíkið í þessa búð stelpur. Reyndar var ég í algjöru sjokki yfir stærðinni á brjóstahaldaranum sem ég keypti. En ég get víst ekki þrætt fyrir það því hann smellpassar. Ég er búin að vera að grennast svo undanfarið - fitan þaðan er kannski öll á leiðinni upp líkamann, nei ég veit það ekki, segi bara svona. Ég fann svo loksins, loksins á mig buxur. Keypti þær í Oasis. Það var nú búðin mín hérna í denn þegar ég vann í bankanum og var alltaf að kaupa mér föt. Hún er alltaf flott. En það var gaman að fá svona einn dag til að slæpast. Agnes fór með mér í Kringluna og það var frábært að geta verslað pínu og fíflast með góðri vinkonu. Allt of, allt of langt síðan ég hef gefið mér tíma í það.
Í gærkvöldi var ég að hjálpa Rakel systur að læra fyrir próf í setningarfræði. Ég ætla bara að vona að hjálpin mín hafi komið að einhverju gagni og að henni hafi gengið vel í prófinu. En jæja, núna er ég í vinnunni. Ætla að vera dugleg að vinna í dag og læra svo aðeins áður en ég fer heim til mömmu að horfa á Idolið. Ætla svo að vera öfga dugleg að læra á morgun og fara svo í útgáfupartýið hjá honum Bjórkolli vini mínum annað kvöld. Það verður frábært að hitta allt liðið aftur, allt of langt síðan við höfum gert eitthvað saman. En jæja, ætla að fara að gera eitthvað af viti hérna áður en mamma skammar mig :p
Ps. þið sem eruð í vandræðum með jólagjafahugmyndir, hvernig væri að gefa hina bráð sniðugu drykkjuleikjahandbók Bjórkoll ;) ;)
Birt af Erla Perla kl. 12:55 e.h. 0 skilaboð
10 desember 2003
Grenj grenj - það er stundum ömurlegt að vera með MSN. Að sjá alla vini sína sem ekki eru í skóla signa sig út þegar þeir eru búnir í vinnunni, vitandi það að þeir fara bara heim og leika sér eitthvað. En má ég fara heim og slæpast og gera það sem ég vil?! Nei það er víst ekki. Er alveg að mygla hérna núna. Er búin að vera að lesa yfir glósur í dag og langar bara heim að kúrast í sófanum mínum og horfa á Bráðavaktina eða eitthvað álíka skemmtilegt í kvöld. En ég þarf víst að vera hérna lengur og lesa yfir glósurnar allavegana einu sinni enn. Kannski ég ætti bara að fá mér snemmbúinn kvöldmat og borða núna og fá mér svo bara ávexti í kvöld ef (já eða þegar) ég verð orðin svöng aftur. Þá fæ ég kannski orku til að halda á með að læra.
En áður en þið farið að kommenta með það að það sé nú enginn að pína mann til að vera í skóla þá veit ég það alveg. Maður verður að vera tilbúinn til að leggja eitthvað á sig til að ná árangri og allt það - en stundum verður maður bara að fá að tuða um það samt!
Birt af Erla Perla kl. 4:28 e.h. 0 skilaboð
Þessi jólasaga er algjör snilld
Þessi jólasaga er ritgerð eftir barn í grunnskóla og er um Jesús frá
sjónarhóli barna.
Sá sem hefur orðið frægastur úr Biblíunni er Jesús. Hann var frá
Nazaret í Egyptalandi. Hann fæddist á jólanótt í fjósi, vegna þess að öll
hótel voru full. Mamma hans hét María og stjúppabbi hans Jósef. Hann var
ekki raunverulegur pabbi Jesú, því María var áður gift einhverjum Gabríel,
en hann var floginn í burtu. Þegar Jesús var nýfæddur áttu þrír jólaveinar
leið fram hjá fjósinu og þegar þeir sáu litla barnið, náðu þeir í nokkrar
jólagjafir og reykelsi handa hjónunum, en það veitti sannarlega ekki af þar
sem þau höfðu ferðast allan daginn á asna, af því að það átti að telja þau.
Jesús var ekki skírður fyrr en seinna, því í þá daga voru börnin
ekki skírð fyrr en þau voru orðin fullorðin og höfðu lært að synda, því þau
voru nefnilega alveg færð í kaf.
Þegar Jesús varð átta ára gaf pabbi hans honum Biblíu, og þegar hann var
tólf ára kunni hann hana utan að, og það var vel af sér vikið, því í þá
daga var Biblían svo stór að það varð að vefja hana upp á kefli. Hann var
líka duglegur að læra sálma. Hann gat galdrað þegar hann var bara smá
strákur. Hann var reyndar mesti galdramaður sem uppi hefur verið.
Jesús var mjög sérstakur. Hann gekk um og lagði gátur fyrir fólk
sem það átti að reyna að leysa, en það tókst sjaldan. Hann gat líka gengið
í gegnum vatn og eld, án þess að það kæmi við hann. Hann gat líka gengið á
vatninu. Það var á Genezaretvatni, þar sem hann gekk út að fiskibáti til
kaupa fisk. Pabbi minn segir að það hafi verið ís á vatninu, en hann trúir
heldur ekki á Guð og Jesú.
Jesús gerði líka mikið fyrir umferðina. Einu sinni þegar hann var
á gangi í Jerúsalem, mætti hann lömuðum manni sem lá í rúminu sínu úti á
miðri götu, Jesús sagði ; Tak sæng þína og gakk. Maðurinn gerði það og þá
gátu bílarnir aftur komist leiðar sinnar. Svo var það ekkja sem átti son,
en ég bara skil ekki hvernig hún gat átt hann fyrst hún var ekkja. Jesús
tók son ekkjunnar í kraftaverkameðferð og við það varð hann mjög vitur,
sagði fólk.
Eitt af því merkilegasta sem Jesús gerði var að stjórna borðhaldinu
í eyðimörkinni. Það var þegar þessar 5 þúsund manneskjur stóðu aleinar úti
í eyðimörkinni án þess að eiga vott né þurrt. Þá gerði Jesús kraftaverk og
allir fóru saddir í rúmið. Jesús gat ekki allaf komið fram í eigin
persónu. Stundum var hann dulbúinn sem hirðir, og einu sinni kom hann fram
undir fölsku nafni.
Birt af Erla Perla kl. 12:46 e.h. 0 skilaboð
08 desember 2003
Ég er hálfnuð í prófunum! Var í þroskasálfræði í morgun og það gekk bara furðanlega vel, svona miðað við það að ég fékk algjört panikkast í gær, fannst ég ekkert kunna og engu geta svarað. Ég ætlaði svo að vakna snemma í morgun og lesa aftur yfir allar glósurnar mínar áður en ég fór í prófið. Ég svaf hins vegar lítið í nótt og fór ekki fram úr fyrr en hálftíma fyrir próf. Það var eitthvað lið í stigaganginum mínum að koma heim af djammi kl. hálf 4 í nótt og það voru geðveik læti í þeim. Ég vaknaði náttla og var vakandi til 5. Ekki sniðugt. En prófið bjargaðist og það var fyrir öllu.
Í dag höfum við svo verið að fá úr ýmsum ritgerðum og verkefnum. Minn hópur fékk 8 fyrir málstofuna í uppeldisvísindum, 8 fyrir ritgerðina í menningu og samfélag (sem ég var farin að halda að við myndum falla á) og svo fékk ég 7,5 fyrir ritgerðina í þroskasálfræði. Ég er bara mjög sátt við þetta allt saman. Þessi verkefni gilda öll 30% á móti lokaprófinu í hverjum kúrs - og þá er náttla bara að brillera á prófunum líka!
Annars er nú bara mest lítið að frétta af mér. Maður er bara að læra og sofa. Svo vinn ég aðeins líka reyndar. Ég er farin að grennast eitthvað núna, er komin í buxur sem ég hef ekki passað í heilt ár! Það versta við það er að einu gallabuxurnar sem hafa passað á mig almennilega eru eiginlega orðnar of stórar. Ég þarf að fara að gera eitthvað í þessu, athuga hvort það sé hægt að plata pabba til að gefa mér buxur í jólagjöf. Annars langar mig líka í kort í ræktina, hmm, spurning hvort maður á að biðja um.
En jæja, ég ætla að fara að lesa í uppeldisvísindum. Ekki svo mikill tími sem maður hefur fyrir það próf. En ég er allavegana ekki að frumlesa efnið og þetta er nú að mörgu leyti keimlíkt uppeldisfræðinni úr menntó svo maður ætti nú að geta bjargað sér eitthvað.
Birt af Erla Perla kl. 1:44 e.h. 0 skilaboð
05 desember 2003
Drykkjuleikjabókinn Bjórkollur fæst í flestum bókabúðum og kostar aðeins 1980 kr. Ef bókin er ekki til í þínu nágrenni hafðu þá samband við bjórkoll á bjorkollur@hotmail.com ;)
Birt af Erla Perla kl. 1:48 e.h. 0 skilaboð
Svakalega hlakka ég til þegar ég verð búin með Kennó og get farið að vinna við það sem mér finnst vera skemmtilegt! Bókhald er sko ekki að gera það fyrir mig. Ég var að vinna til 2 í gær og svo fór ég að læra. Ég var orðin stjörf um sjöleytið og dreif mig bara heim. Ég tók aðeins til heima hjá mér og skreytti jólatréð aftur - lagaði það eftir skrautglaða púkann sem var hjá mér á síðustu helgi. Ég er svo bara búin að vera að vinna í dag og svo er ég að fara að hitta Valdimar á eftir. Það verður því eitthvað lítið lært í dag, en ég ætla að vera þeim mun duglegri á morgun.
Annars langar mig að lýsa eftir hverjir voru að taka prófið mitt á testyourfriends. Alveg pottþétt að einhver svindlaði! Þó svo ég hafi vissar grunsemdir um hverjir þetta eru þá er ég ekki alveg viss og óska eftir að viðkomandi láti mig vita. Ég er nefnilegast soldið forvitin ;)
Birt af Erla Perla kl. 1:47 e.h. 0 skilaboð
03 desember 2003
Jæja, þá er athyglin farin veg veraldar og ég er bara farin á quizilla. Ég held að það sé merki um að maður eigi að standa upp frá lærdómnum og koma sér heim. Ég var í stærðfræðiprófi í morgun og það gekk bara ágætlega. Ég er svo búin að vera að læra fyrir þroskasálfræði í dag. Afköstin hafa svo sem ekki verið neitt svakaleg en ég hef allavegana gert eitthvað. Verð náttla alveg helmingi duglegri á morgun! Annars er virkilega niðurdrepandi veður úti núna. Ég ætla að fá mér eitthvað gott að borða og kúra upp í sófa í kvöld. Later
Birt af Erla Perla kl. 5:27 e.h. 0 skilaboð
A GARAGE-GURL. Youre into loud music, hot guys and
wild fashions. Youre most at ease when youve
got all your mates around you and you like to
party. Boys are a game and youre always on the
ball because you make sure youre always number
one.
Your virtues: Confidence, fun nature, sociability.
Your flaws: Loudness, jealous tendency, need for
attention.
What kind of girl are you?
brought to you by Quizilla
ég veit nú ekki alveg hvort ég samþykki að þetta sé ég...
Birt af Erla Perla kl. 5:23 e.h. 0 skilaboð
What Finding Nemo Character are You?
brought to you by Quizilla
Birt af Erla Perla kl. 5:18 e.h. 0 skilaboð
02 desember 2003
Daddara, þá eru prófaþrifin komin í gang - og prófabloggið. Ég er búin að vera að reikna og reikna og reikna. Svo var ég í rökfræði í gær. Halldór hennar Öggu kom til mín og hjálpaði mér með hana, algjör bjargvættur. Ég er svo á leiðinni til pabba, ég ætla að fá hann með mér í algebruna og föllin.
Annars er nú bara allt í gúddí hjá mér. Ég er öll að koma til í eyranu. Ég rak það í bókaskápinn heima hjá mömmu þegar ég var að klæða mig í skóna mína þar í fyrradag. Alltaf sami snillingurinn. Ég veit ekki ennþá hvernig í ósköpunum mér tókst þetta en þetta var vont!! Hefði aldrei trúað því að það gæti verið svona vont að meiða sig í eyrað. En já, minnz er tómur í haus og latur og bara allt! Ætla að fara að fá mér ferskt loft áður en ég fer til pabba. Bleble
Birt af Erla Perla kl. 3:01 e.h. 0 skilaboð
Jæja, ég ætla aðeins að kynna alveg bráðskemmtilega bók sem er komin út. Hún heitir Bjórkollur og er alveg ómissandi í partýið. Bókin er komin í helstu bókabúðir og þið sem eruð úti á landi og langar í bókina getið haft samband við Bjórkoll sjálfan á bjorkollur@hotmail.com.
Þetta er ekki bók eingöngu fyrir þá sem drekka. Þarna eru óáfengir kokteilar og þvíumlíkt. Enda drekka ekki allir meðlimir drykkjumannafélagsins Bjórkolls ;)
Birt af Erla Perla kl. 1:49 e.h. 0 skilaboð