15 desember 2003

Geisp geisp. Það er alveg svakalegur mánudagur í mér. Annað hvort það eða ég er orðin of gömul fyrir djammið :p Það var svaka stuð á laugardagskvöldið. Alveg rosalega gaman að hitta allt þetta fólk sem maður hafði sumt ekki séð í ár og öld. En ég fékk loksins að sjá hina margfrægu bók - og hún er alveg öfga flott. Algjört must í jólapakkann ;)

Gærdagurinn var svo frekar þreyttur og þunnur. Ég kúrði frameftir degi og dreif mig svo til mömmu að skrifa á jólakortin hennar. Fór svo bara snemma að sofa í gærkvöldi. Núna er það svo að klára seinustu dagana í próflestri. Seinasta prófið er á miðvikudaginn. Mér skilst reyndar á eldri nemendum sem ég hef spjallað við að það sé frekar erfitt að læra fyrir þetta próf, maður bulli sig bara í gegnum það en ég ætla samt eitthvað að kíkja á efnið í dag og á morgun.

Annars er allt búið að vera að gerast. Búið að handtaka Saddam og Keikó dauður. Það verður fróðlegt að sjá hvar verður réttað yfir kallinum - mér er ekkert að lítast á þessa sjálfskipuðu heimslöggu Bandaríkjamanna. Þeir starfa allavegana ekki í mínu umboði. Jæja, babla um það síðar. Ætla að reyna að læra eitthvað.

Engin ummæli: