12 desember 2003

Jæja, þá á maður bara eitt próf eftir. Húrra fyrir því!! Mér gekk svona lala í prófinu í gær, niðurstaðan veltur samt alveg samt rosalega mikið á tveimur ritgerðarspurningum sem giltu 50% af prófinu. Það er hrein mannvonska að láta ritgerðir gilda svona mikið á prófi!!

Annars er ekki próf hjá mér fyrr en á miðvikudaginn svo ég tók mér frí frá próflestri og öllu svoleiðis í gær. Var sko að slæpast í Kringlunni og Smáralind í allan gærdag. Kláraði loksins að kaupa afmælisgjafirnar mínar - var alveg komin tími á það. Ég keypti mér nærföt í Change í Smáralind. Fékk flott nærföt á mjög góðu verði og þjónustan alveg frábær. Mæli með því að þið kíkið í þessa búð stelpur. Reyndar var ég í algjöru sjokki yfir stærðinni á brjóstahaldaranum sem ég keypti. En ég get víst ekki þrætt fyrir það því hann smellpassar. Ég er búin að vera að grennast svo undanfarið - fitan þaðan er kannski öll á leiðinni upp líkamann, nei ég veit það ekki, segi bara svona. Ég fann svo loksins, loksins á mig buxur. Keypti þær í Oasis. Það var nú búðin mín hérna í denn þegar ég vann í bankanum og var alltaf að kaupa mér föt. Hún er alltaf flott. En það var gaman að fá svona einn dag til að slæpast. Agnes fór með mér í Kringluna og það var frábært að geta verslað pínu og fíflast með góðri vinkonu. Allt of, allt of langt síðan ég hef gefið mér tíma í það.

Í gærkvöldi var ég að hjálpa Rakel systur að læra fyrir próf í setningarfræði. Ég ætla bara að vona að hjálpin mín hafi komið að einhverju gagni og að henni hafi gengið vel í prófinu. En jæja, núna er ég í vinnunni. Ætla að vera dugleg að vinna í dag og læra svo aðeins áður en ég fer heim til mömmu að horfa á Idolið. Ætla svo að vera öfga dugleg að læra á morgun og fara svo í útgáfupartýið hjá honum Bjórkolli vini mínum annað kvöld. Það verður frábært að hitta allt liðið aftur, allt of langt síðan við höfum gert eitthvað saman. En jæja, ætla að fara að gera eitthvað af viti hérna áður en mamma skammar mig :p

Ps. þið sem eruð í vandræðum með jólagjafahugmyndir, hvernig væri að gefa hina bráð sniðugu drykkjuleikjahandbók Bjórkoll ;) ;)

Engin ummæli: