Grenj grenj - það er stundum ömurlegt að vera með MSN. Að sjá alla vini sína sem ekki eru í skóla signa sig út þegar þeir eru búnir í vinnunni, vitandi það að þeir fara bara heim og leika sér eitthvað. En má ég fara heim og slæpast og gera það sem ég vil?! Nei það er víst ekki. Er alveg að mygla hérna núna. Er búin að vera að lesa yfir glósur í dag og langar bara heim að kúrast í sófanum mínum og horfa á Bráðavaktina eða eitthvað álíka skemmtilegt í kvöld. En ég þarf víst að vera hérna lengur og lesa yfir glósurnar allavegana einu sinni enn. Kannski ég ætti bara að fá mér snemmbúinn kvöldmat og borða núna og fá mér svo bara ávexti í kvöld ef (já eða þegar) ég verð orðin svöng aftur. Þá fæ ég kannski orku til að halda á með að læra.
En áður en þið farið að kommenta með það að það sé nú enginn að pína mann til að vera í skóla þá veit ég það alveg. Maður verður að vera tilbúinn til að leggja eitthvað á sig til að ná árangri og allt það - en stundum verður maður bara að fá að tuða um það samt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli