Daddara, þá eru prófaþrifin komin í gang - og prófabloggið. Ég er búin að vera að reikna og reikna og reikna. Svo var ég í rökfræði í gær. Halldór hennar Öggu kom til mín og hjálpaði mér með hana, algjör bjargvættur. Ég er svo á leiðinni til pabba, ég ætla að fá hann með mér í algebruna og föllin.
Annars er nú bara allt í gúddí hjá mér. Ég er öll að koma til í eyranu. Ég rak það í bókaskápinn heima hjá mömmu þegar ég var að klæða mig í skóna mína þar í fyrradag. Alltaf sami snillingurinn. Ég veit ekki ennþá hvernig í ósköpunum mér tókst þetta en þetta var vont!! Hefði aldrei trúað því að það gæti verið svona vont að meiða sig í eyrað. En já, minnz er tómur í haus og latur og bara allt! Ætla að fara að fá mér ferskt loft áður en ég fer til pabba. Bleble
Engin ummæli:
Skrifa ummæli