Loksins, loksins er ég komin í upplestrarfrí!! Fyrsta prófið er munnlegt próf í stærðfræði (wish me luck!!) á miðvikudaginn. Svo fer ég í próf 11., 14. og 17. maí. Ekkert Eurovisionpartý á þessum bænum :(
Ég er búin að vera öfga dugleg í hreyfingunni þessa vikuna, búin að fara tvisvar að synda og tvisvar í göngutúr. Algjör dugnaðarforkur! Ég var svo að klára mentorritgerð og undirbúa fyrirlestur sem ég flutti um lesblindu ásamt hópnum mínum í dag. Það gekk bara ágætlega held ég - ég er aðallega bara fegin að vera búin!!
Annars er bara lítið að frétta af þessum bænum og er það ástæðan fyrir bloggleysi sem var verið að kvarta yfir!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli