13 apríl 2004

Ég held að það sé bara ár og öld síðan ég hef átt svona rólega páska. Ég var að vinna á skírdag og föstudaginn langa. Kíkti út á djammið með liðinu á föstudagskvöldið. Það var ágætt þrátt fyrir að maður hafi hitt suma alveg út úr heiminum. Það var góð áminning um hversu fáránlegt það er í raun og veru að fikta við dóp og svoleiðis vitleysu. Anyways, laugardagurinn var massa rólegur, ég fór í bíó með Rögga bró. Hann er voða mikið að passa stóru systur sína núna, bara gaman að því :p Við fórum reyndar á netta hryllingsmynd að mínu mati - Dawn of the Dead. Minnz var frekar skelkaður þegar ég kom heim og var lengi að ná sér niður.. Á páskadag lá ég barasta í rúminu og las allt um fjölgreindir og skólastofuna. Hálf leiðinleg bók, er alveg búin að fá nóg af öllu þvaðri um þessa blessuðu kenningu. Um kvöldið var svo matur hjá múttu og síðan kíktum við vinkonurnar í bíó á 50 First Dates. Það var fín afþreying bara og við hlógum mikið. Í gær vaknaði minnz svo með kvef dauðans. Er stífluð lengst upp í heila held ég bara og frekar slöpp. Reyndi samt að læra eitthvað aðeins í gær og er nú komin í vinnu núna. En maður gerir ekki mikið meira.

Annars skilst mér að páskarnir heima hafi verið snilld að venju. Ég verð bara að stefna á að fara heim um Sjómannadaginn í staðinn!

Engin ummæli: