21 apríl 2004

Haldiði ekki að ég hafi getað hneppt leðurbuxunum mínum að mér í gær!! Ég fékk þær í afmælisgjöf þegar ég varð 22ja minnir mig en þær urðu of litlar nokkrum mánuðum síðar.. Það hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að komast í þær síðan með afar misjöfnum árangri svo ekki sé nú meira sagt. Seinast þegar ég mátaði þær þá kom ég þeim alveg upp en það var ekki sjens að hneppa. Þetta er því allt á réttri leið hjá mér - ég verð orðin leðurgella eftir próf!! Watch out guys ;)

Engin ummæli: