Jæja, þá er maður loksins, loksins komin í páskafrí frá skólanum. Þetta verða reyndar skrýtnir páskar þar sem ég verð í borg óttans alla páskana að vinna og læra. Ég ætla nú samt að skoða páska næturlífið á föstudaginn, á nú samt ekki von á neinni mannmergð þá. Ég kíkti út með Birki frænda og Kennógellum á laugardagskvöldið. Það var stuð á okkur öllum og sumir gerðu meiri skandala en aðrir sem ekki verður farið út í hér. Á mánudag og þriðjudag var ég svo í mömmó með Arnar Pál á meðan Dagný var í skólanum. Það er ekki laust við að það sé farið að klingja í eggjunum hjá minni en skólinn skal nú kláraður áður en farið er út í svoleiðis pælingar! Í gærkvöldi var svo algjört dekur hjá mér, ég fór í langt nudd til Mæju og svo í pottana í Árbæjarlaug með Öggu. Við uppgötvuðum að sundlaugar borgarinnar eru aðal höstlstaðirnir á virkum kvöldum en pottarnir voru þéttsetnir af mis flottum kroppum.
Annars er allt við það sama á þessum bænum, vinna, skóli, vinna, skóli og svo er stundum sofið. Maður verður almennilega viðræðuhæfur eftir hádegi 17. maí þegar maður hefur lokið við seinasta prófið!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli