17 apríl 2004

Var að blaða í gegnum DV áðan. Geri það nú venjulega ekki, en maður kíkir stundum ef það liggur fram á kaffistofu. Á baksíðu blaðsins í vikunni er verið að tala við konu sem lét spákonu plata sig upp úr skónum. Hún keypti af henni tvær spákúlur á 15 þúsund kall stykkið og sá síðan heilu staflana af þeim í Ikea á 490 kr stykkið... Önnur kúlan átti að tákna peninga og hin ást. Konan átti að setja þær í saltvatn að kvöldi og þá átti allt að flæða í peningum og ást daginn eftir. Ef að fólk trúir svona vitleysu þá er það illa statt og það liggur við að maður segi að það eigi skilið að láta plata sig svona fyrir heimskuna..

Engin ummæli: