Jæja, þá er búið að draga endajaxlana úr neðri góminum mínum. Þetta var smá aðgerð og var víst smá mál að ná þeim. Þetta gekk samt vel og á ég bara að taka því rólega yfir helgina og jafna mig. Lít að vísu út eins og hamstur því ég er svo bólgin en það jafnar sig vonandi sem fyrst!
Ég fór samt til mömmu í gær og horfði á Idolið. Ég veit ekki hvaða húmor þetta var hjá Simma og Jóa með Bolvíkingana. Það voru allavegana ekki allt Bolvíkingar sem voru sýndir í víkarasyrpunni hjá þeim. Ef það á að gera grín að okkur er lágmark að sýna ekta Bolvíkinga sem kunna ekki að syngja! Ekki laglausa Ísfirðinga - eða hvaðan sem þessir gaurar voru.. Það var gaman að sjá Pétur Geir syngja - Linda Rut skaut hann algjörlega í kaf með þessari áskorun. Flott hjá þér stelpa! Þú ferð í Idolið þegar þú hefur aldur til og malar hann ;)
30 október 2004
26 október 2004
Jæja, þá er formúlan búin í ár og alveg tæpir 5 mánuðir í að hún byrji aftur. Ég er því að sjá fram á leiðinlega sunnudaga næstu mánuði. Ég held samt að næsta tímabil verði skemmtilegra en það sem var að ljúka. McLaren parið tilvonandi endaði tímabilið í sætum 1 og 2 og ef að bíllinn hjá McLaren heppnast vel þá verða þeir þrusu góðir á næsta ári. Mér finnst Williams verða meiri spurning, tveir nýjir bílstjórar hjá þeim og bíllinn búinn að vera slakur í ár. Barrichello segist stefna á heimsmeistaratitil því hann sé betri en Schumacher. Mér finnst hann alltaf jafn fyndinn hann Barri. Hann er góður ökumaður en hann á ekkert í Schuma, Raikkonen og Montoya rústa honum líka. En sumum finnst kannski gott að lifa í sjálfsblekkingu. Það verður líka gaman að fylgjast með Villeneuve. Hann hefur svo sem ekkert gert í þessum mótum sem hann hefur keyrt í á þessu ári en það er spurning hvað hann gerir eftir smá þjálfun.
En sem sagt, leiðinlegir sunnudagar framundan, mamma á eftir að sjá miklu meira af mér á sunnudögum :p
Birt af Erla Perla kl. 8:56 f.h. 0 skilaboð
24 október 2004
Ég og Agga Pagga vorum í rólegheitum í gær. Fórum á Vegamót takeaway og fengum okkur gott að borða og nachos í desert. Horfðum svo á Save the Last Dance með Juliu Stiles á RÚV. Það var alveg ágætis afþreying bara. Tókum svo myndina Torque sem kemur frá framleiðendum Fast and the Furious og XXX. Þetta er svona mótorhjólamynd með lúmskum húmor. Öfga flott hjól í henni. Það vantaði bara að Vin Diesel léki aðalhlutverkið því það er alveg sniðið fyrir hann. Ekki mikill leikur, eiginlega bara action. Þetta var samt fín mynd, við hlógum mikið og það var gaman að sjá hvað movin voru flott hjá gaurunum á hjólunum. Sátum svo frameftir og hlógum að Law and Order. Alveg merkilegt hvað þetta eru illa leiknir þættir og illa súrir. Leikararnir eru hverjum öðrum verri og plottið alveg glatað. Skil ekki hvernig fólk getur horft á þetta.
Rólegt laugardagskvöld semsagt. Er að reyna að koma mér til að vinna verkefni í ensku máli og málnotkun. Þarf að spinna upp frétt um glæpsamlegt athæfi í þolmynd (passive voice) og er alveg voðalega andlaus eitthvað..
Birt af Erla Perla kl. 3:43 e.h. 0 skilaboð
21 október 2004
Jæja, þá er allt afmælisstússið búið. Ég vil bara þakka fyrir mig! Partýið á laugardaginn var alveg frábært, ég held að allir hafi skemmt sér vel :) Á mánudaginn fór ég með mömmu og Rakel út að borða á Galileó. Þar dekstraði Sigrún við okkur og við bókstaflega rúlluðum út, við vorum svo saddar. Ég er nú samt ekki orðin eldri en það að á afmælinu mínu var að koma niður endajaxl - og mikið skil ég litlu börnin sem gráta þegar þau eru að taka tennur! Þetta er ekki lítið vont.
Afmælisvertíðinni fer svo að ljúka, ég er boðin í tvö afmæli á helginni. 25 ára afmæli hjá Halldóri hennar Öggu og svo í fyrsta afmælisboðið hans Arnars Loga. Í næstu viku fer ég svo í endajaxlatöku þannig að það verður bara slappað af næstu helgi. Síðan verður brjálað að gera í skólanum fram yfir próf þannig að það er ekkert líf og engir vinir þangað til 16. desember :(
Birt af Erla Perla kl. 9:27 f.h. 0 skilaboð
Jæja, þá er búið að skera úr um það að Button verður áfram hjá BAR á næsta ári. Ætli það verði ekki skrýtinn andi hjá BAR liðinu á næsta ári, að vera með ökumann sem vill í rauninni vera að keyra fyrir annað lið?
Birt af Erla Perla kl. 9:21 f.h. 0 skilaboð
18 október 2004
Jæja, þá er maður búin að fylla upp í 25 ár. Ég er ekki frá því að það sé farið að móta fyrir hrukkum en ég litaði hárið í vikunni til að gulltryggja það að engin grá hár fyndust.
Birt af Erla Perla kl. 1:03 e.h. 0 skilaboð
14 október 2004
Jæja já, við vorum víst illilega rassskelld í gær. Það var samt gaman að sjá sænska liðið spila, sjá hvað Henrik Larson er lítill og Zlatan Ibrahamovich er stór!!!!! Það var mikið fjör í stúkunum þrátt fyrir tapið þó svo að stemningin hafi að vísu farið niðrá við eftir því sem leið á leikinn. Mér fannst soldið leiðinlegt að heyra móralinn í mörgum þarna, það var t.d. púað þegar Isakson (markvörður Svía) fór meiddur af velli. Hvað var það???
Það vantar hins vegar mikið upp á að Íslendingar séu að spila í sama klassa og Svíar, hvort það sé Ásgeiri og Loga að kenna eða einfaldlega skortur á breidd veit ég ekki en það er nokkuð ljóst að ef liðið ætlar sér að spila eins og í gær þá á það ekki eftir að ná langt. Það var engin liðsheild og leikurinn var daufur.
En það var gaman að fara, við sáum svo sem ekki eftir því þrátt fyrir úrslitin og þrátt fyrir að hafa haft leiðinda stráka gelgjur fyrir aftan okkur - og nokkra fulla átján ára gaura þar fyrir aftan. Á maður ekki líka að horfa á björtu hliðarnar - 1-0 í seinni hálfleik :p
Birt af Erla Perla kl. 1:45 e.h. 0 skilaboð
13 október 2004
Jæja, þá er það Ísland - Svíþjóð. Við erum með sæti á besta stað í nýju stúkunum. Ég vona bara að leikurinn verði skemmtilegur og að Íslendingarnir verði ekki algjörlega rassskelldir.....
Birt af Erla Perla kl. 3:31 e.h. 0 skilaboð
12 október 2004
Þetta blogg er algjör snilld. Mæli með því ef ykkur leiðist.
Birt af Erla Perla kl. 11:20 f.h. 0 skilaboð
08 október 2004
07 október 2004
Time for a Break, Time for a KitKat
Munið þið þegar þið smökkuðuð fyrst KitKat?
Birt af Erla Perla kl. 1:39 e.h. 0 skilaboð
Ég hef alltaf sagt það að ég á ekki að horfa á hryllingsmyndir. Ég hef líka venjulega líka lifað eftir því og ég horfi aldrei á einhverjar svona ógeðslegar myndir. Seinasta vetur fór hann bróðir minn með systur sína í bíó. Hann langaði að sjá Dawn of the Dead og ég sagði bara já já, vissi svo sem ekkert á hvað ég var að fara. Myndin er um fólk sem deyr og ,,lifnar" svo upp frá dauðum og reynir að drepa þá lifandi - í mjög grófum dráttum. Ég sat og hélt fyrir augun mest alla myndina.
Í nótt vaknaði ég svo upp með martröð. Dauða fólkið úr Dawn of the Dead var út um allt í draumnum og minnz var bara hálf skelkaður þegar ég vaknaði og svaf mest lítið eftir það. Segið svo að bíómyndir hafi ekki áhrif!
Birt af Erla Perla kl. 1:29 e.h. 0 skilaboð
05 október 2004
Heitt
Það er heitt að vera maður sjálfur. Að þora að segja skoðanir sínar, færa rök fyrir þeim og breyta þeim ef maður kemst að því að maður hafði rangt fyrir sér. Það er heitt að þora að vera maður sjálfur í klæðaburði. Það er heitt að hafa sjálfstæða hugsun.
Kalt
Það er kalt að segja öðrum fyrir verkum. Það er kalt að þykjast vera betri en einhver annar. Það er kalt að apa upp eftir öðrum og þora ekki að vera maður sjálfur.
Þessi litla pæling kemur út frá dálki sem er t.d. í Birtu og fleiri blöðum að ég held. Þar sá ég um daginn að það var heitt eina vikuna að vera maður sjálfur en það var kalt að vera í snjóþvegnum buxum eða eitthvað álíka. Það var sem sagt heitt að hunsa svona heitt og kalt ráð en kalt að klæða sig á ákveðinn máta. Þversögn dauðans. Svona heitt og kalt dálkar pirra mig. Hver skrifar svona dálka? Hver er hann að segja öðrum hvað þeir eigi að gera eða hvernig þeir eiga að klæða sig? Er ekki flott að móta sinn stíl úr þeirri tísku sem er í gangi hverju sinni?
Ég segi fyrir mitt leyti að ef mér finnst tískan ljót þá kaupi ég mér einfaldlega ekki föt og ég bíð eftir að tískan breytist. Samkvæmt heitt og kalt manneskjunni sem skrifar í Birtu er ég alveg ferlega lame. Ég held hins vegar að fólki almennt sé alveg nett sama hvernig ég klæði mig og hvort það sé eftir nýjustu tísku eða ekki. Myndi einhver sakna þess ef svona dálkar hyrfu af síðum blaðanna? Er í alvörunni einhver sem lætur einhvern blaðamann á Birtu segja sér hvernig föt hann á að kaupa?
Birt af Erla Perla kl. 10:52 f.h. 0 skilaboð
04 október 2004
Jæja, það er kannski kominn tími á að láta vita af sér. Það er bara mest lítið að frétta af þessum bænum. Ég var veik alveg í tæpa viku um daginn og var lengi að jafna mig eftir það. Þannig að síðasta vika fór alveg í að vinna upp í skólanum og reyna bara að ná upp orku. Ég passaði litlu púkana mína á fimmtudagskvöldið. Kiddi var alveg eins og ljós á meðan að Arnar Páll grét og grét og grét og grét.... Minnz var bara alveg búinn á því þegar ég kom heim. Ef eitthvað er góð getnaðarvörn þá eru það svona passanir!
Helgin var svo bara róleg. Ég bauð Öggu, Halldóri og Pétri í mat og við sátum langt frameftir á spjalli. Nenntum svo ekkert í bæinn en þetta var rólegt og fínt. Það er svo farið að styttast í afmælið mitt. Það eiga einhvern vegin allir afmæli núna en ég held að við séum að verða búin að plana hvenær hver heldur upp á sitt þannig að ekkert stangist á.
En jæja, siðfræðin er byrjuð aftur. Ætla að fylgjast með.
Ps. Biggi, ég skal taka þessa kennaraumræðu við þig á msn ;)
Birt af Erla Perla kl. 11:08 f.h. 0 skilaboð
Hún Agnes á afmæli dag og er svo heppin að það er staffadjamm í vinnunni hennar á afmælisdaginn. Til hamingju með daginn elskan mín, skemmtu þér vel!
Birt af Erla Perla kl. 10:31 f.h. 0 skilaboð