05 október 2004

Heitt

Það er heitt að vera maður sjálfur. Að þora að segja skoðanir sínar, færa rök fyrir þeim og breyta þeim ef maður kemst að því að maður hafði rangt fyrir sér. Það er heitt að þora að vera maður sjálfur í klæðaburði. Það er heitt að hafa sjálfstæða hugsun.

Kalt

Það er kalt að segja öðrum fyrir verkum. Það er kalt að þykjast vera betri en einhver annar. Það er kalt að apa upp eftir öðrum og þora ekki að vera maður sjálfur.


Þessi litla pæling kemur út frá dálki sem er t.d. í Birtu og fleiri blöðum að ég held. Þar sá ég um daginn að það var heitt eina vikuna að vera maður sjálfur en það var kalt að vera í snjóþvegnum buxum eða eitthvað álíka. Það var sem sagt heitt að hunsa svona heitt og kalt ráð en kalt að klæða sig á ákveðinn máta. Þversögn dauðans. Svona heitt og kalt dálkar pirra mig. Hver skrifar svona dálka? Hver er hann að segja öðrum hvað þeir eigi að gera eða hvernig þeir eiga að klæða sig? Er ekki flott að móta sinn stíl úr þeirri tísku sem er í gangi hverju sinni?

Ég segi fyrir mitt leyti að ef mér finnst tískan ljót þá kaupi ég mér einfaldlega ekki föt og ég bíð eftir að tískan breytist. Samkvæmt heitt og kalt manneskjunni sem skrifar í Birtu er ég alveg ferlega lame. Ég held hins vegar að fólki almennt sé alveg nett sama hvernig ég klæði mig og hvort það sé eftir nýjustu tísku eða ekki. Myndi einhver sakna þess ef svona dálkar hyrfu af síðum blaðanna? Er í alvörunni einhver sem lætur einhvern blaðamann á Birtu segja sér hvernig föt hann á að kaupa?

Engin ummæli: