Jæja, þá er formúlan búin í ár og alveg tæpir 5 mánuðir í að hún byrji aftur. Ég er því að sjá fram á leiðinlega sunnudaga næstu mánuði. Ég held samt að næsta tímabil verði skemmtilegra en það sem var að ljúka. McLaren parið tilvonandi endaði tímabilið í sætum 1 og 2 og ef að bíllinn hjá McLaren heppnast vel þá verða þeir þrusu góðir á næsta ári. Mér finnst Williams verða meiri spurning, tveir nýjir bílstjórar hjá þeim og bíllinn búinn að vera slakur í ár. Barrichello segist stefna á heimsmeistaratitil því hann sé betri en Schumacher. Mér finnst hann alltaf jafn fyndinn hann Barri. Hann er góður ökumaður en hann á ekkert í Schuma, Raikkonen og Montoya rústa honum líka. En sumum finnst kannski gott að lifa í sjálfsblekkingu. Það verður líka gaman að fylgjast með Villeneuve. Hann hefur svo sem ekkert gert í þessum mótum sem hann hefur keyrt í á þessu ári en það er spurning hvað hann gerir eftir smá þjálfun.
En sem sagt, leiðinlegir sunnudagar framundan, mamma á eftir að sjá miklu meira af mér á sunnudögum :p
Engin ummæli:
Skrifa ummæli