14 október 2004

Jæja já, við vorum víst illilega rassskelld í gær. Það var samt gaman að sjá sænska liðið spila, sjá hvað Henrik Larson er lítill og Zlatan Ibrahamovich er stór!!!!! Það var mikið fjör í stúkunum þrátt fyrir tapið þó svo að stemningin hafi að vísu farið niðrá við eftir því sem leið á leikinn. Mér fannst soldið leiðinlegt að heyra móralinn í mörgum þarna, það var t.d. púað þegar Isakson (markvörður Svía) fór meiddur af velli. Hvað var það???

Það vantar hins vegar mikið upp á að Íslendingar séu að spila í sama klassa og Svíar, hvort það sé Ásgeiri og Loga að kenna eða einfaldlega skortur á breidd veit ég ekki en það er nokkuð ljóst að ef liðið ætlar sér að spila eins og í gær þá á það ekki eftir að ná langt. Það var engin liðsheild og leikurinn var daufur.

En það var gaman að fara, við sáum svo sem ekki eftir því þrátt fyrir úrslitin og þrátt fyrir að hafa haft leiðinda stráka gelgjur fyrir aftan okkur - og nokkra fulla átján ára gaura þar fyrir aftan. Á maður ekki líka að horfa á björtu hliðarnar - 1-0 í seinni hálfleik :p

Engin ummæli: