Jæja, þá er búið að draga endajaxlana úr neðri góminum mínum. Þetta var smá aðgerð og var víst smá mál að ná þeim. Þetta gekk samt vel og á ég bara að taka því rólega yfir helgina og jafna mig. Lít að vísu út eins og hamstur því ég er svo bólgin en það jafnar sig vonandi sem fyrst!
Ég fór samt til mömmu í gær og horfði á Idolið. Ég veit ekki hvaða húmor þetta var hjá Simma og Jóa með Bolvíkingana. Það voru allavegana ekki allt Bolvíkingar sem voru sýndir í víkarasyrpunni hjá þeim. Ef það á að gera grín að okkur er lágmark að sýna ekta Bolvíkinga sem kunna ekki að syngja! Ekki laglausa Ísfirðinga - eða hvaðan sem þessir gaurar voru.. Það var gaman að sjá Pétur Geir syngja - Linda Rut skaut hann algjörlega í kaf með þessari áskorun. Flott hjá þér stelpa! Þú ferð í Idolið þegar þú hefur aldur til og malar hann ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli