24 október 2004

Ég og Agga Pagga vorum í rólegheitum í gær. Fórum á Vegamót takeaway og fengum okkur gott að borða og nachos í desert. Horfðum svo á Save the Last Dance með Juliu Stiles á RÚV. Það var alveg ágætis afþreying bara. Tókum svo myndina Torque sem kemur frá framleiðendum Fast and the Furious og XXX. Þetta er svona mótorhjólamynd með lúmskum húmor. Öfga flott hjól í henni. Það vantaði bara að Vin Diesel léki aðalhlutverkið því það er alveg sniðið fyrir hann. Ekki mikill leikur, eiginlega bara action. Þetta var samt fín mynd, við hlógum mikið og það var gaman að sjá hvað movin voru flott hjá gaurunum á hjólunum. Sátum svo frameftir og hlógum að Law and Order. Alveg merkilegt hvað þetta eru illa leiknir þættir og illa súrir. Leikararnir eru hverjum öðrum verri og plottið alveg glatað. Skil ekki hvernig fólk getur horft á þetta.

Rólegt laugardagskvöld semsagt. Er að reyna að koma mér til að vinna verkefni í ensku máli og málnotkun. Þarf að spinna upp frétt um glæpsamlegt athæfi í þolmynd (passive voice) og er alveg voðalega andlaus eitthvað..

Engin ummæli: