04 október 2004

Jæja, það er kannski kominn tími á að láta vita af sér. Það er bara mest lítið að frétta af þessum bænum. Ég var veik alveg í tæpa viku um daginn og var lengi að jafna mig eftir það. Þannig að síðasta vika fór alveg í að vinna upp í skólanum og reyna bara að ná upp orku. Ég passaði litlu púkana mína á fimmtudagskvöldið. Kiddi var alveg eins og ljós á meðan að Arnar Páll grét og grét og grét og grét.... Minnz var bara alveg búinn á því þegar ég kom heim. Ef eitthvað er góð getnaðarvörn þá eru það svona passanir!

Helgin var svo bara róleg. Ég bauð Öggu, Halldóri og Pétri í mat og við sátum langt frameftir á spjalli. Nenntum svo ekkert í bæinn en þetta var rólegt og fínt. Það er svo farið að styttast í afmælið mitt. Það eiga einhvern vegin allir afmæli núna en ég held að við séum að verða búin að plana hvenær hver heldur upp á sitt þannig að ekkert stangist á.

En jæja, siðfræðin er byrjuð aftur. Ætla að fylgjast með.

Ps. Biggi, ég skal taka þessa kennaraumræðu við þig á msn ;)

Engin ummæli: