07 október 2004

Ég hef alltaf sagt það að ég á ekki að horfa á hryllingsmyndir. Ég hef líka venjulega líka lifað eftir því og ég horfi aldrei á einhverjar svona ógeðslegar myndir. Seinasta vetur fór hann bróðir minn með systur sína í bíó. Hann langaði að sjá Dawn of the Dead og ég sagði bara já já, vissi svo sem ekkert á hvað ég var að fara. Myndin er um fólk sem deyr og ,,lifnar" svo upp frá dauðum og reynir að drepa þá lifandi - í mjög grófum dráttum. Ég sat og hélt fyrir augun mest alla myndina.
Í nótt vaknaði ég svo upp með martröð. Dauða fólkið úr Dawn of the Dead var út um allt í draumnum og minnz var bara hálf skelkaður þegar ég vaknaði og svaf mest lítið eftir það. Segið svo að bíómyndir hafi ekki áhrif!


Engin ummæli: