21 október 2004

Jæja, þá er allt afmælisstússið búið. Ég vil bara þakka fyrir mig! Partýið á laugardaginn var alveg frábært, ég held að allir hafi skemmt sér vel :) Á mánudaginn fór ég með mömmu og Rakel út að borða á Galileó. Þar dekstraði Sigrún við okkur og við bókstaflega rúlluðum út, við vorum svo saddar. Ég er nú samt ekki orðin eldri en það að á afmælinu mínu var að koma niður endajaxl - og mikið skil ég litlu börnin sem gráta þegar þau eru að taka tennur! Þetta er ekki lítið vont.

Afmælisvertíðinni fer svo að ljúka, ég er boðin í tvö afmæli á helginni. 25 ára afmæli hjá Halldóri hennar Öggu og svo í fyrsta afmælisboðið hans Arnars Loga. Í næstu viku fer ég svo í endajaxlatöku þannig að það verður bara slappað af næstu helgi. Síðan verður brjálað að gera í skólanum fram yfir próf þannig að það er ekkert líf og engir vinir þangað til 16. desember :(

Engin ummæli: