19 janúar 2005

Jæja, þá er vikan hálfnuð og þrátt fyrir mikil loforð að kvöldi að nú skuli maður mæta í alla tímana næsta dag þá verður eitthvað minna um efndir. Reyndar hef ég nú mætt í alla bekkjartímana og það finnst mér nú afrek. Þessir tímar í íslenskukennaranum eru nefnilegast þannig að maður heldur athyglinni í 10 mínútur og er svo sofnaður eða kominn á netið og þá er kannski þrefaldur fyrirlestur eftir. Þá getur maður nú alveg eins sofið heima hjá sér, já og jafnvel lært þar í staðin fyrir að láta soga úr sér alla orku í tímanum.

Núna er ég reyndar í bekkjartíma og er náttla komin á netið en ég ætla að hafa það mér til afsökunar að það er verið að fjalla um barnabókmenntir sem ég lærði vel um í Kvennó á sínum tíma svo ég leyfi mér að hlusta með öðru svona til upprifjunar.

En að mikilvægari málum, það virðast flestir vera mér sammála um það að Angelina Jolie sé flottari en Jennifer Aniston. Ég held meira að segja Biggi minn, svo ég skjóti nú beint á þig, að ef þær stæðu báðar fyrir framan þig og þú mættir velja aðra hvora þá myndirðu velja Jolie *blikkblikk*

Engin ummæli: