15 janúar 2005

Vinkonur mínar segja að ég sé stundum óttalegt nörd. Ég bíð t.d. alltaf spennt eftir Birtu á föstudögum af því að það eru svo skemmtileg svona stafaruglgátur í henni.Í gærkvöldi settist ég niður með Birtuna mína og hugsaði mér aldeilis gott til glóðarinnar. Ég varð nefnilegast svo fúl í síðustu viku að það skyldi ekki hafa verið nein gáta þá. En haldiði ekki að þeir séu hættir með þessar gátur og komnir með krossgátu. Litlu fíflin!! Það eru öll blöð með krossgátur, af hverju gátu þeir ekki haldið áfram að vera öðruvísi???? Aldeilis ekki sniðugt, núna er föstudagskvöldin mín ónýt!

Engin ummæli: