Við Agga settumst spenntar niður yfir Bachelorette í gærkvöldi. Við spottuðum Matthew Hemma Hreiðars lookalike í fyrsta þættinum og vorum sko alveg á því að Meredith væri alvarlega geðbiluð ef hún myndi ekki velja hann. Við urðum því vægast sagt fyrir vonbrigðum þegar hún valdi Ian, einhvern algjöran player sem veit ekkert í sinn haus og á eftir að baila á henni við fyrsta tækifæri. En svona er lífið víst, við Agga getum ekki stjórnað öllu!
Það er svo að styttast í lokaþáttinn af Alias sem við Agga fylgjumst líka spenntar með. Það er að verða búið að komast upp um svikakvendið þar og við bíðum spenntar eftir að sjá hvort að Sidney og sæti gaurinn endi ekki örugglega saman.
En jæja, ég er orðin sorgleg að blogga um sjónvarpið! Það er þá kannski við hæfi að enda þetta með því að kommentera á útvarpið - það er nefnilegast loksins orðið hlustandi á létt aftur eftir að staffið var rekið. Thank god for that!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli