Ég er búin að komast að því að ég byrja nánast hverja einustu færslu á jæja. Svo ég er að reyna að gera það ekki en það gengur nú ekkert voðalega vel. Jæja er bara svona gott orð.
Annars erum ég og Ása í tíma í Íslenskukennaranum og erum hreinlega að drepast úr leiðindum! Þannig að ef bloggin okkar deyja alveg þá vitiði hvað gerðist. Við höfum ekki mikin áhuga á læsi og lestrarnámi eða hljóðkerfisfræði og hljóðkerfisvitund. Og eiga svo að byrja daginn á fjórföldum fyrirlestri í þessum fræðum er náttla bara ekki hægt og algjörlega mannskemmandi. Við þurfum heldur ekkert að læra þetta því að enska er ekki hljóðrænt mál og það er ekkert hægt að nota þessar aðferðir sem er verið að kenna okkur í ensku. Þannig að við slæpumst bara á netinu og sofum í tímum og hananú!
En að mikilvægari málum, núna er Brad Pitt á lausu!! Það er spurning um að skella sér til Hollywood! En alveg skil ég hann að vilja Angelinu Jolie frekar en Aniston. Jennifer Aniston hætti að vera flott þegar hún varð eins og anorexíusjúklingur. Þá missti hún bara allan sjarma. Jolie er hins vegar kvenmaður fyrir allan peninginn og það er spurning hvort við Ása höfum það í samkeppninni við hana um Brad Pitt. Hvað haldið þið? Annars væri ég meira til í að hitta Jude Law eða Vin Diesel frekar en Brad Pitt - hann er líka svo gamall - en það er nú önnur saga.
Annars segjum við bara: Let's go strangers, let's go!!! Við ætlum að leggja okkur í síðasta tímanum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli