Þá er skólinn byrjaður og allt að komast á fullt í orðsins fyllstu. Það verður kenndur heill kúrs í janúar fyrir utan að við verðum í 7 daga í áheyrn fyrir æfingakennsluna. Það er því útlit fyrir minna en ekkert líf og bara alls enga vini í janúar. Þetta ætti að verða skárra í febrúar og mars en það verður partý 18. mars þegar æfingakennslan verður búin. En það er svo bara að þrauka þangað til...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli