Í dag eru 10 ár frá snjóflóðunum í Súðavík. Ég var fyrir vestan þá og ég held ég eigi aldrei eftir að gleyma þessum dögum. Hvað veðrið var ofboðslega vont og hvað snjóaði mikið. Ég fæ ennþá hroll þegar ég sé myndir af þessum atburðum og mér líður illa þegar ég heyri að það sé vont veður heima. Þetta hefði nefnilegast allt getað gerst heima hjá mér. Það er bara vonandi að svona atburðir eigi aldrei eftir að gerast aftur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli