15 ágúst 2003

Djö.. ég ýtti á einhvern helv... takka og það datt allt út sem ég var búin að skrifa. Og hvernig í ósköpunum á gullfiskurinn ég að muna hvað það var!!! Ég man reyndar að ég ætlaði að pirra mig á því að ég get ekki séð skilaboðin í shout outinu. Ég er orðin öfga forvitin að sjá hver var að tjá sig þar um þjóðhátíðarsöguna mína. En ég skal komast að því fyrr eða síðar!!

Hmm, hvað var ég annars að röfla áðan...? Góð spurning.. Jú, ég var eitthvað að tala um að ég er búin að vera öfga löt. Ég bara sef og sef og sef þegar ég er ekki að vinna eða pakka. Ég hefði alveg verið til í að hafa Ingþór hjá mér í þessu letikasti til að knúsa mig en við verðum að bæta hvoru öðru það upp þegar ég kem suður - já eða þegar hann kemur vestur til að fara með mér suður! Þó svo ég ætli ekki að sofa einhvers staðar á leiðinni suður (hehe, eins og sumir ;) þá væri ég alveg til í að dúllast í Djúpinu, skoða Litla Bæ þar sem að Magga amma fæddist og bara dútlast eitthvað. Við Ingþór hljótum að geta látið okkur detta eitthvað í hug til að skoða og dúllast við á leiðinni :p

En já, áður en ég babla mig út í eitthvað sem á ekki alveg heima hér ætla ég að snúa mér að einhverju öðru. Hmm, eins og hverju.. Veðrinu kannski. Aldrei þessu vant var rigning í Bolungarvík í kvöld. Ótrúlegt en satt. Það er bara svo fréttnæmt þegar það rignir hérna að ég barasta verð að blogga um það! Það var samt öfga hlýtt þegar ég var að labba heim úr vinnunni áðan. Sem er kannski ekki alveg eins fréttnæmt því það hefur verið mjög hlýtt hérna í sumar. Jamm og jæja, ég er í alvörunni að tjá mig um veðrið hérna. Ég held að það sé ekki allt í lagi með mig. Kannski hefði ég þurft að eiga gullfisk til að tala við seint á kvöldin þegar ég nenni ekki að fara að sofa. Ég hefði aldrei nennt að eiga kött eða hund. Enda er ég hrædd við hunda þannig að það er eiginlega ekki möguleiki. Það er líka öfga mikið vesen að eiga kött, kynntist því þegar hann bróðir minn átti Pamelu Anderson. Blessuð sé minning hennar. Það væri eiginlega best að hafa bara Ingþór hjá sér núna. Miklu skemmtilegra að tala við hann heldur en einhvern gullfisk. Eða kött. Það er heldur ekki hægt að kúra hjá fiskinum. Reyndar er hægt að kúra hjá kettinum en.. Vá, núna er ég komin út í tóma vitleysu!!! Ég er farin að trúa Öggu vinkonu þegar hún segir að ég geti röflað um allan fjandann endalaust. Þess vegna er bloggið svona fínt. Þá þarf enginn að hlusta á röflið í mér frekar en einhver vill. Paradís fyrir Öggu - nú hringi ég aldrei í hana til að tala um gullfiska og ketti :p Bara eitthvað sem er í alvörunni merkilegt eins og strákamál og eitthvað svoleiðis :p

Jæja, Erla Kristinsdóttir, nú hættir þú þessu röfli og ferð að sofa áður en allir halda að þú eigir ekkert líf og enga vini.....

Engin ummæli: