Næturvakt 3
Þá er maður að verða hálfnaður með þessar blessuðu næturvaktir. Bara 2 eftir þegar þessi er búin. Seinustu nótt var ég bara að horfa á vídeó. Miss Congeniality var á Stöð 2 um nóttina og svo horfði ég á Wayne´s World. Hún var á Stöð 2 fyrr um kvöldið en ég lét taka sjónvarpsdagskrána upp fyrir mig svo ég gæti horft um nóttina. Það er ár og öld síðan ég sá Wayne´s World síðast en það var bara nokkuð gaman að sjá hana aftur. Ég hló allavegana mikið að henni. Ég er svo með fullt af gömlum myndum sem ég ætla að horfa á í nótt og næstu nótt. Tók líka upp Shallow Hal í gær en veit ekki hvort ég nenni að horfa á hana. Á þriðjudagsnóttina er ég að spá í að leigja mér spólu. Fast and the Furious og Taxi eða eitthvað álíka. Alltaf gaman að þeim myndum ;)
Annars á ég mér ekkert líf og enga vini þessa dagana. Ég bara vinn á nóttunni og sef á daginn. En ég á bara 7 vaktir eftir hérna og þá fer maður að eiga sér meira líf - vonandi! Gummi Baldur - bróðir ömmu - var hérna yfir helgina í árlegri berjaferð með systrum sínum. Það er stundum alveg kostulegt að fylgjast með ömmu og hennar systkinum. Það var mikið að gera hjá ömmu og Illu að plana allt nestið, hver ætti að koma með hvað og svona. Ég held að þau hafi haft nesti með sér sem hefði dugað heila þjóðhátíð.. En það er gaman að þeim. Það er búið að vera algjört bíó stundum í vetur að fylgjast með ömmu, Boggu og Illu.
Menningarnóttin var víst í gær. Ég get ekki beint sagt að ég hafi grátið það að vera ekki í bænum þá helgina. Svona mikill fólksfjöldi er ekki alveg fyrir mig. Eflaust var margt skemmtilegt um að vera en æi, ég veit ekki. Mér líður bara illa í svona margmenni.
Teljarinn minn hefur ekki verið að virka undanfarið og ég ákvað að vera hugrökk og kíkja inn á Bravenet og athuga hvort ég gæti lagað þetta. Og viti menn, haldiði ekki að ég hafi ekki bara reddað þessu!! Ji, stundum er ég bara svo klár :p
Jæja, er alveg tóm í haus - samt ekkert tómari en vanalega :p Er að spá í að finna mér eitthvað að borða og koma mér vel fyrir inn í stofu. Ble ble
Engin ummæli:
Skrifa ummæli