Jæja, þá er maður að verða búin að jafna sig eftir þjóðhátíðina. Ég hef nákvæmlega ekkert gert síðan ég kom heim nema unnið og sofið. Jú og sett í þvottavél. Var orðin alveg fatalaus þegar ég kom heim. Ingþór og Auðunn voru hérna á helginni, voru með hoppukastalana inn í Súðavík. Ég var líka að vinna og fékk ekki að sjá Ingþór nema rétt yfir blánóttina en maður reynir að pirra sig ekki á því. Við bætum bara úr því þegar ég verð komin suður.
Amma kom í dag og hjálpaði mér að pakka niður eldhúsdótinu mínu. Það gekk alveg ljómandi vel hjá okkur og er ekki mikil vinna eftir. Ég byrjaði svo á því að pakka niður þeim fötum sem ég sé ekki fram á að nota alveg á næstunni. Það er líka allt að verða búið úr stofunni svo að ég er að vona að mesta vinnan sé búin. Ég verð alveg öfga fegin þegar þetta er allt búið og ég komin suður. Ég á bara eftir að vinna í hálfan mánuð og ætti að vera komin suður eftir 15 daga. Ég er reyndar komin með í magann yfir því að vera að fara héðan. Mér finnst ég varla vita út í hvað ég er að fara, hef ekki einu sinni séð íbúðina sem ég er að fara að búa í. En æi, þetta á allt eftir að bjargast einhvern vegin.
Úff, ég er alveg tóm í haus. Var á næturvakt í nótt og var vöknuð frekar snemma til að pakka og er bara alveg dauð. Ég er að spá í að fara bara snemma að sofa til tilbreytingar..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli