Andsk.. var búin að skrifa fullt og það datt bara út.. Hvað var ég aftur að röfla.. Hmm....
Já, ég vil bara segja öllum það, af því að ég var að leiðrétta kennarann minn, að maður segir Í Bolungarvík en ekki á...
Í morgun var fyrsti sköfumorguninn. Ég átti tíma í dekkjaskipti í morgun og er því komin á naglana. Hann Nonni minn reddaði þessu fyrir mig að sjálfsögðu. Að vísu sagði hann mér að sumardekkin mín væru orðin nokkuð léleg - en það er höfuðverkur sem kemur ekki fyrr en í vor.
Annars fór ég að versla í síðustu viku. Ætlaði að kaupa mér nærföt, skó og buxur. Ég bjóst við að lenda í vandræðum með að kaupa mér skó en það var minnsta málið. Við Agga vorum snöggar að finna almennilega skó. Þegar kom hins vegar að því að kaupa buxur vandaðist málið. Ég mátaði mange, mange buxur og árangurinn varð að mér fannst ég vera offitusjúklingur. Það er ekki fræðilegur möguleiki að fá á sig buxur sem ná eitthvað aðeins upp fyrir rassaskoru og svoleiðis snið klæðir einfaldlega ekki mínar breiðu mjaðmir. Það er að vísu smá von fyrir okkur sem eru komnar með kvenlegan vöxt að fá á okkur buxur því það er víst verið að láta hækka öll gallabuxnasnið. En það er ekki sjens að ég fari í annan buxnaleiðangur í bráð. Ég er ennþá á bömmer út af mínum stóra rassi.
28 október 2003
26 október 2003
Þórdís og Tommi eignuðust lítinn prins á föstudaginn. Til hamingju með það elskurnar mínar! Vonandi á hann eftir að dafna vel :)
Birt af Erla Perla kl. 2:38 e.h. 0 skilaboð
Jæja, þá er helgin að verða búin. Ég er bara búin að vera öfga góð og róleg. Sótti Kristinn Breka kl. hálf 11 í gærmorgun og skilaði honum kl. 1 í dag. Við höfðum það huggulegt frændsystkinin og djömmuðum feitt með Stubbunum og Bubba byggi í gærkvöldi :p
Ég er alveg þvílíkt að láta þessa jafnréttisviku fara í taugarnar á mér. Slekk á öllu sjónvarps- og útvarpsefni sem fjallar um hana. Málið er nú ekki það að ég sé eitthvað á móti jafnrétti - hins vegar fara baráttuaðferðir femínistanna alveg svaðalega mikið í taugarnar á mér. Sú ímynd sem ég fæ af þessu í gegnum fjölmiðla er að það sé aðeins verið að leita eftir jafnrétti á þeim sviðum sem að hentar og jákvæðri mismunun beitt til að hygla konum. Ég sé bara ekki sanngirnina eða réttlætið í því. Held að við náum aldrei fram sátt um jafnréttislöggjöf með svona mismunun - jafnvel þó svo að hún eigi að heita jákvæð. Ég læt mér t.d. ekki detta það í hug að sækja um launahækkun af því að það er jafnréttisvika. Hvað er það?!?! Ég er kannski alin upp við að vera frekja í svona efnum en ég var ekki nema 17 ára þegar ég heimtaði launahækkun í Hagkaup. Ég geri mitt besta til að standa mig í minni vinnu og ég vil líka fá sanngjarnt borgað fyrir hana. Það kemur ekkert upp í hendurnar á manni í nútímaþjóðfélagi. Ég er alveg sammála Baldri Smára með það að maður eigi ekki að fá launahækkun á grundvelli kynferðis - sama hvort maður sé karl eða kona. Stelpurnar verða bara að fara að sýna frekjuna sem í þeim býr í vinnunni! Hætta þessu væli! Og hana nú!
Orkubók Latabæjar er alveg að tröllríða öllu núna. Að mörgu leyti mjög gott framtak sem hvetur börn og þar með foreldra til að huga að hollara mataræði. Það sem ég held að hafi hins vegar gleymst er að kenna börnunum að allt er gott í hófi. Hversu margir foreldrar eru t.d. farnir að lenda í vandræðum með litlu þvengmjóu stelpurnar sínar sem eru nánast hættar að borða nokkurn skapaðan hlut nema grænmeti? Ég sé ekki alveg góða hluti koma af því. Það er bara vonandi að aðstandendur þessa verkefnis átti sig á þessu - eða hafi kannski einhverja lausn á þessu sem ég hef ekki séð í fjölmiðlum enn þá.
Jæja, klukkan er orðin allt of margt og ég er ekki einu sinni byrjuð að læra. Ætla að henda mér í námsbækurnar. Bleble
Birt af Erla Perla kl. 2:37 e.h. 0 skilaboð
20 október 2003
BTW, Hjördís, ég var að reyna að læra að setja link inn í texta.. Ég er nefnilegast að læra á Frontpage í upplýsingatækni og þetta var það fyrsta sem ég náði tökum á þar svo mér datt í hug að ég hlyti að geta lært að gera þetta á blogger.. Það hafðist að lokum með góðri hjálp :D
Birt af Erla Perla kl. 7:19 e.h. 0 skilaboð
Jæja, þá er maður orðin árinu eldri síðan maður skrifaði síðast. Ég er ekki frá því að það séu komnar nokkrar hrukkur, svei mér þá. Ég fékk gamalmannagjafir - rauðvín og blóm :p og mikið var rætt um börn og barneignir í afmælinu. Annars var gaman að sjá þá sem sáu sér fært að koma og ég segi bara tusind tak fyrir mig :)
En svona svo ég svari kommentinu þínu Hjördís - þá drakk ég nokkra fyrir þig :p Toppaði sjálfa mig á djamminu - og ég sem hélt að það væri ekki hægt. En það er nokkuð ljóst að maður á aldrei að segja aldrei!!
Í gær voru svo bara rólegheit. En samt engin svaðaleg þynnka - ótrúlegt en satt. Hún kannski eldist af manni :p
Þessi vika verður svo kleppur. Ég vann til hádegis í dag og var í skólanum til 5. Er núna upp á Höfða að læra - er bara í matarpásu núna. Það er svo vinna og skóli alla dagana í þessari viku og á kvöldin þarf ég að hitta stelpurnar til að vinna verkefni og ritgerðir. Á fimmtudags- og föstudagskvöldið er ég svo búin að lofa að hjálpa Sigurborgu og Pétri Run að læra fyrir almennu prófið sem þau eru að fara í á laugardaginn. Þá er ég hins vegar að fara að sækja lítinn fjögurra ára púka sem ég ætla að leyfa að gista hjá mér. Þannig að það stefnir allt í rólega helgi og mikinn lærdóm á sunnudaginn. Mig langar samt soldið að reyna að finna tíma í vikunni til að kíkja í búðir - ég á eftir að kaupa nokkrar afmælisgjafir :) Bara gaman að því. En það kemur í ljós hvort ég komist í það núna í vikunni.
En jæja, ég er víst hérna til að læra en ekki til að slæpast á netinu. Ætla að halda á með að lesa um Rudolf Steiner og reyna svo að reikna smá.. Later
Birt af Erla Perla kl. 7:17 e.h. 0 skilaboð
17 október 2003
Nú er ég skúffuð. Var búin að hlakka geðveikt til að fara í grunnskólakennarann í dag því það átti að fjalla um kennslu á unglingastigi. Ragnhildur er svo eiginlega bara með þroskasálfræðifyrirlestur! Var í tvöföldum svoleiðis tíma í morgun og finnst þetta ekki sniðugt!! Hefði viljað sjá nokkra kennara af unglingastigi fræða okkur um kennsluna þar. Það var svoleiðis bæði þegar það var fjallað um yngri barna kennslu og miðstigskennslu.
Er ekkert að nenna að fylgjast með, ætla að finna mér eitthvað skemmtilegt að gera á leikur.is :p
Birt af Erla Perla kl. 1:34 e.h. 0 skilaboð
16 október 2003
YES!! Tókst með hjálp frá Önnu Siggu - tusind tak for hjælpen :)
Birt af Erla Perla kl. 6:15 e.h. 0 skilaboð
Jæja, þá ætla ég að prófa einu sinni enn.... Kíkið endilega á mentorvefinn :)
Birt af Erla Perla kl. 6:14 e.h. 0 skilaboð
15 október 2003
Nei, verð að játa mig sigraða, þarf víst aðstoð við þetta :-/
Birt af Erla Perla kl. 12:04 e.h. 0 skilaboð
Birt af Erla Perla kl. 12:01 e.h. 0 skilaboð
Hey, Agga, ég er búin að komast að því hvernig maður setur inn link á bloggið!! Alveg rosalega er ég klár!!!! Eigum við að prófa hvort ég geti það rétt.... Hérna er linkur!!
Birt af Erla Perla kl. 12:00 e.h. 0 skilaboð
Ég er á frekar mikið leiðinlegum fyrirlestri í Þroskasálfræði. Um geðtengslamyndun barna. Lærði þetta allt í almennunni og eitt af - ja ég veit ekki hvort hægt sé að segja fáu.. - sem ég lærði almennilega. Hlusta með öðru fyrir upprifjun. Annars er ég bara búin að vera að slæpast á netinu í tímanum og er alveg að sjá það að þessir listar með 100 atriðum um sjálfan sig eru alveg að gera sig í bloggheimum. Ég ætla samt að tilkynna það að mér leiðist ekki það mikið að ég nenni að gera svona lista..
Annars er ég að læra að gera heimasíðu í upplýsingatækni. Það er búið að setja þær á netið en slóðin mín verður ekki gefin upp strax.. Ætla kannski að fá ráð hjá einhverjum af þessum tölvuséníum sem ég á sem vini...
Pleh, er tóm í haus og tíminn alveg að verða búinn.... Bæjó spæjó
Birt af Erla Perla kl. 11:55 f.h. 0 skilaboð
13 október 2003
Jæja, þá er það tilkynningaskyldan. Það er nú svo sem mest lítið að frétta af mér. Maður er bara að læra og vinna og svo lærir maður og vinnur. Lítið líf í búið að vera í gangi undanfarið. Reyndar kíkti ég aðeins út á laugardagskvöldið með Öggu. Það var svaka gaman hjá okkur - eins og alltaf. Annars verður bara lært á milljón þessa vikuna. Ég á afmæli á laugardaginn og langar alveg rosalega mikið að gera eitthvað skemmtilegt og eiga frí frá náminu - samviskubitslaust - yfir helgina. Helgina á eftir er ég svo að passa Kidda þannig að þá verður líka lítill tími til að sinna náminu. Ætla samt að læra þegar hann verður sofnaður og svo koma Dagný og Haukur á sunnudeginum þannig að maður ætti að geta lært eitthvað þá.
Kristinn Breki tilkynnti foreldrum sínum það um daginn að hann ætlaði að gefa Erlu frænku bjór í afmælisgjöf... Ég veit ekki alveg hvaðan barnið fær þá hugmynd. Hann hefur ekki oft séð mig drekka bjór, reyndar á ég alltaf bjór í ísskápnum en ég held að hann sé ekkert að skoða í hann. En jæja, það er allavegana eins gott að maður passi hvað maður gerir og lætur út úr sér í návist svona orðheppinna púka...
En já, ég ætla að fara að læra, er að fara í stærðfræðipróf á morgun og hef ekkert verið í sambandi til þess að læra fyrir það. Það er spurning hverju maður getur reddað á einni kvöldstund..
Birt af Erla Perla kl. 4:56 e.h. 0 skilaboð
08 október 2003
Það eru erfiðir tímar hjá honum litla frænda mínum núna. Hann heitir Kristinn Breki fyrir þá sem ekki vita. Í fyrra dag var hann orðinn eitthvað leiður á sambúðinni við foreldra sína og byrjaði að pakka niður öllu dótinu sínu. Hann ætlaði víst að flytja til hennar Erlu frænku - það er svo miklu skemmtilegra þar heldur en heima :p Litla greyið - maður verður að fara að gefa sér tíma fyrir frænkudag held ég bara.
Ég fór í ljós með Öggu í gær. Ég á ljósakort á Sælunni á Rauðarárstíg. Mér finnst alltaf jafn fyndið að sjá miðann sem er inn í ljósaklefanum: ,,Vinsamlegast hafið fötin með ykkur þegar farið er í sturtu". Er í alvörunni fólk sem skilur fötin sín eftir inn í ljósaklefanum og er bara að striplast þarna eftir sturtuna?!?!?! Þetta færir bara enn meiri rök undir þá skoðun mína að fólk sé fífl...
Baldur Smári var að segja frá því á síðunni sinni að konurnar í vinnunni hans væru sammála um það að ef karlmaður gæti dansað og hægt væri að notast við hann á dansgólfinu þá væri líka hægt að notast við hann í rúminu. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þær komust að þessari niðurstöðu. Ég hef nú dansað við einhverja stráka en ég verð að viðurkenna að hæfnin í rúminu situr meira í minninu heldur en hæfnin á dansgólfinu. Kannski er bara að koma fram kynslóðamunur hérna, ég meina maður dansar ekkert voðalega mikið við hitt kynið á djamminu.. Held að það sé ekki bara ég. En fyrst að það er verið að tala um svona ,,kenningar" þá er mín kenning sú að því öruggari með sig sem strákurinn er og heldur að hann sé svaðalegur höstler - og höstlar kannski svaðalega - því lélegri er hann í rúminu.. Þetta eru venjulega gaurar sem eru frekar miklir egóistar og gleyma alveg að það er einhver annar með þeim í rúminu. Þannig að strákar mínir, ef þið hafið ykkar kynlífsreynslu aðallega úr one night stöndum athugið þá hvort það sé ekki eitthvað sem þið gætuð lært betur á hitt kynið... ;)
Birt af Erla Perla kl. 2:41 e.h. 0 skilaboð
06 október 2003
Ég er alveg að verða snillingur í einu - sem ég vildi reyndar alveg sleppa að vera snillingur í - en það er að losa brjóstahaldarann þegar ég set skólatöskuna á bakið.. Skil ekki alveg hvað málið er. Venjulega fatta ég þetta þegar ég er á leiðinni heim úr skólanum og ég er búin að setja töskuna á bakið, fullt af fólki á ganginum og maður áttar sig á því að það er allt svo laust eitthvað. Ekki getur maður farið að standa á ganginum fyrir framan allt liðið að reyna að teygja sig aftur fyrir bak og laga þetta svo maður þarf að drífa sig heim til að geta lagað þetta. Hins vegar er ég orðin nokkuð góð í að festa haldarann blindandi :p
Aldrei þessu vant var ég bara mjög róleg á helginni. Á föstudaginn fór ég til mömmu að horfa á Idol og fór svo bara upp í rúm fljótlega eftir að ég kom heim. Ég var svo að vinna á laugardaginn og Dagný og Haukur komu svo í mat. Þau fóru rúmlega átta og þá var ég alveg orðin stjörf af þreytu og var að spá í að skella mér barasta í háttinn - þangað til ég leit á klukkuna. Ég hringdi í ömmu og reyndi að halda mér vakandi en gafst svo upp og kom mér upp í rúm rúmlega 10. Í gær var ég líka að vinna og fór svo að læra. Kíkti aðeins til pabba að sækja stóla, aðeins til mömmu og svo heim. Lá í leti fyrir framan sjónvarpið alveg til miðnættis. Datt inn í Ghost á Skjá tveimur um 10 og bara varð að klára að horfa á hana.
Það er svo búinn að vera algjör mánudagur í dag. Það er pilluhlé - fyrir þá sem vita hvað það þýðir - og ég er ekkert of spræk. Var hálf dópuð af verkjatöflum þegar ég mætti í morgun. Núna er ég í fyrirlestri í upplýsingatækni. Það er verið að kenna okkur á vef Námsgagnastofnunar. Hann er ekkert voðalega flókinn svo ég er bara að fylgjast með með öðru. Á eftir ætla ég að fara upp á skrifstofu og læra. Þarf að vera dugleg núna því það er próf í þroskasálfræði á miðvikudaginn. Svo er stærðfræðipróf í næstu viku. Nóg að gera.
Jæja, nenni ekki meiru núna. Ble ble
Birt af Erla Perla kl. 1:43 e.h. 0 skilaboð
02 október 2003
Ég fór í krabbameinsskoðun í gær. Hef ekki farið síðan ég var tvítug þó svo að maður eigi að fara á tveggja ára fresti. Ég fór þá upp í Krabbameinsfélag og það verður bara að segjast að þetta er ein ógeðslegasta lífsreynsla sem ég hef lent í. Maður kom þarna inn, náttla geðveikt stressaður og var vísað inn í klefa þar sem maður átti að hátta sig og fara í slopp. Síðan þurfti ég að bíða eftir að röðin kæmi að mér. Ég var búin að biðja um að fá kvenlækni þar sem ég var eitthvað svo viss um að það yrði óþægilegt að hafa karllækni. Áður en ég fer inn er ég spurð hvort það megi vera læknanemar viðstaddir. Jú jú segi ég eins og auli. Þegar ég kem þarna inn þá eru milljón manns þarna og allir glápandi á mig. Þetta var ógeðslega vont og mér leið eins og einhverju sýningardýri.
Fyrir það fyrsta þá finnst mér að það eigi ekki einu sinni að spurja að því hvort það megi vera læknanemar viðstaddir þegar stelpur eru að fara í fyrsta skipti í svona skoðun. Maður hefur ekki hugmynd um hvað maður er að samþykkja fyrir utan það að hafa ekki hugmynd um hversu margir læknanemar verða viðstaddir.. Það vantaði allt sem hét nærgætni þarna. Í gær fór ég í skoðun hjá kvensjúkdómalækninum mínum - sem er karlmaður - og verð ég bara að segja að þetta var alls ekki svo slæmt miðað við mína fyrri reynslu af þessu. Hann spjallaði við mig á meðan og tók allt það tillit sem þurfti. Maður slappaði betur af sem gerði það að verkum að þetta var ekki svo vont. Þannig að mín meðmæli til stelpna á mínum aldri - ekki fara upp í krabbameinsfélag. Farið í svona skoðun til ykkar læknis. Og ef þið eruð spurðar hvort það megi vera læknanemar viðstaddir segiði þá bara nei!!
Birt af Erla Perla kl. 2:26 e.h. 0 skilaboð