08 október 2003

Það eru erfiðir tímar hjá honum litla frænda mínum núna. Hann heitir Kristinn Breki fyrir þá sem ekki vita. Í fyrra dag var hann orðinn eitthvað leiður á sambúðinni við foreldra sína og byrjaði að pakka niður öllu dótinu sínu. Hann ætlaði víst að flytja til hennar Erlu frænku - það er svo miklu skemmtilegra þar heldur en heima :p Litla greyið - maður verður að fara að gefa sér tíma fyrir frænkudag held ég bara.

Ég fór í ljós með Öggu í gær. Ég á ljósakort á Sælunni á Rauðarárstíg. Mér finnst alltaf jafn fyndið að sjá miðann sem er inn í ljósaklefanum: ,,Vinsamlegast hafið fötin með ykkur þegar farið er í sturtu". Er í alvörunni fólk sem skilur fötin sín eftir inn í ljósaklefanum og er bara að striplast þarna eftir sturtuna?!?!?! Þetta færir bara enn meiri rök undir þá skoðun mína að fólk sé fífl...

Baldur Smári var að segja frá því á síðunni sinni að konurnar í vinnunni hans væru sammála um það að ef karlmaður gæti dansað og hægt væri að notast við hann á dansgólfinu þá væri líka hægt að notast við hann í rúminu. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þær komust að þessari niðurstöðu. Ég hef nú dansað við einhverja stráka en ég verð að viðurkenna að hæfnin í rúminu situr meira í minninu heldur en hæfnin á dansgólfinu. Kannski er bara að koma fram kynslóðamunur hérna, ég meina maður dansar ekkert voðalega mikið við hitt kynið á djamminu.. Held að það sé ekki bara ég. En fyrst að það er verið að tala um svona ,,kenningar" þá er mín kenning sú að því öruggari með sig sem strákurinn er og heldur að hann sé svaðalegur höstler - og höstlar kannski svaðalega - því lélegri er hann í rúminu.. Þetta eru venjulega gaurar sem eru frekar miklir egóistar og gleyma alveg að það er einhver annar með þeim í rúminu. Þannig að strákar mínir, ef þið hafið ykkar kynlífsreynslu aðallega úr one night stöndum athugið þá hvort það sé ekki eitthvað sem þið gætuð lært betur á hitt kynið... ;)

Engin ummæli: