15 október 2003

Ég er á frekar mikið leiðinlegum fyrirlestri í Þroskasálfræði. Um geðtengslamyndun barna. Lærði þetta allt í almennunni og eitt af - ja ég veit ekki hvort hægt sé að segja fáu.. - sem ég lærði almennilega. Hlusta með öðru fyrir upprifjun. Annars er ég bara búin að vera að slæpast á netinu í tímanum og er alveg að sjá það að þessir listar með 100 atriðum um sjálfan sig eru alveg að gera sig í bloggheimum. Ég ætla samt að tilkynna það að mér leiðist ekki það mikið að ég nenni að gera svona lista..

Annars er ég að læra að gera heimasíðu í upplýsingatækni. Það er búið að setja þær á netið en slóðin mín verður ekki gefin upp strax.. Ætla kannski að fá ráð hjá einhverjum af þessum tölvuséníum sem ég á sem vini...

Pleh, er tóm í haus og tíminn alveg að verða búinn.... Bæjó spæjó

Engin ummæli: