06 október 2003

Ég er alveg að verða snillingur í einu - sem ég vildi reyndar alveg sleppa að vera snillingur í - en það er að losa brjóstahaldarann þegar ég set skólatöskuna á bakið.. Skil ekki alveg hvað málið er. Venjulega fatta ég þetta þegar ég er á leiðinni heim úr skólanum og ég er búin að setja töskuna á bakið, fullt af fólki á ganginum og maður áttar sig á því að það er allt svo laust eitthvað. Ekki getur maður farið að standa á ganginum fyrir framan allt liðið að reyna að teygja sig aftur fyrir bak og laga þetta svo maður þarf að drífa sig heim til að geta lagað þetta. Hins vegar er ég orðin nokkuð góð í að festa haldarann blindandi :p

Aldrei þessu vant var ég bara mjög róleg á helginni. Á föstudaginn fór ég til mömmu að horfa á Idol og fór svo bara upp í rúm fljótlega eftir að ég kom heim. Ég var svo að vinna á laugardaginn og Dagný og Haukur komu svo í mat. Þau fóru rúmlega átta og þá var ég alveg orðin stjörf af þreytu og var að spá í að skella mér barasta í háttinn - þangað til ég leit á klukkuna. Ég hringdi í ömmu og reyndi að halda mér vakandi en gafst svo upp og kom mér upp í rúm rúmlega 10. Í gær var ég líka að vinna og fór svo að læra. Kíkti aðeins til pabba að sækja stóla, aðeins til mömmu og svo heim. Lá í leti fyrir framan sjónvarpið alveg til miðnættis. Datt inn í Ghost á Skjá tveimur um 10 og bara varð að klára að horfa á hana.

Það er svo búinn að vera algjör mánudagur í dag. Það er pilluhlé - fyrir þá sem vita hvað það þýðir - og ég er ekkert of spræk. Var hálf dópuð af verkjatöflum þegar ég mætti í morgun. Núna er ég í fyrirlestri í upplýsingatækni. Það er verið að kenna okkur á vef Námsgagnastofnunar. Hann er ekkert voðalega flókinn svo ég er bara að fylgjast með með öðru. Á eftir ætla ég að fara upp á skrifstofu og læra. Þarf að vera dugleg núna því það er próf í þroskasálfræði á miðvikudaginn. Svo er stærðfræðipróf í næstu viku. Nóg að gera.

Jæja, nenni ekki meiru núna. Ble ble

Engin ummæli: