28 október 2003

Andsk.. var búin að skrifa fullt og það datt bara út.. Hvað var ég aftur að röfla.. Hmm....

Já, ég vil bara segja öllum það, af því að ég var að leiðrétta kennarann minn, að maður segir Í Bolungarvík en ekki á...

Í morgun var fyrsti sköfumorguninn. Ég átti tíma í dekkjaskipti í morgun og er því komin á naglana. Hann Nonni minn reddaði þessu fyrir mig að sjálfsögðu. Að vísu sagði hann mér að sumardekkin mín væru orðin nokkuð léleg - en það er höfuðverkur sem kemur ekki fyrr en í vor.

Annars fór ég að versla í síðustu viku. Ætlaði að kaupa mér nærföt, skó og buxur. Ég bjóst við að lenda í vandræðum með að kaupa mér skó en það var minnsta málið. Við Agga vorum snöggar að finna almennilega skó. Þegar kom hins vegar að því að kaupa buxur vandaðist málið. Ég mátaði mange, mange buxur og árangurinn varð að mér fannst ég vera offitusjúklingur. Það er ekki fræðilegur möguleiki að fá á sig buxur sem ná eitthvað aðeins upp fyrir rassaskoru og svoleiðis snið klæðir einfaldlega ekki mínar breiðu mjaðmir. Það er að vísu smá von fyrir okkur sem eru komnar með kvenlegan vöxt að fá á okkur buxur því það er víst verið að láta hækka öll gallabuxnasnið. En það er ekki sjens að ég fari í annan buxnaleiðangur í bráð. Ég er ennþá á bömmer út af mínum stóra rassi.

Engin ummæli: