Ég fór í krabbameinsskoðun í gær. Hef ekki farið síðan ég var tvítug þó svo að maður eigi að fara á tveggja ára fresti. Ég fór þá upp í Krabbameinsfélag og það verður bara að segjast að þetta er ein ógeðslegasta lífsreynsla sem ég hef lent í. Maður kom þarna inn, náttla geðveikt stressaður og var vísað inn í klefa þar sem maður átti að hátta sig og fara í slopp. Síðan þurfti ég að bíða eftir að röðin kæmi að mér. Ég var búin að biðja um að fá kvenlækni þar sem ég var eitthvað svo viss um að það yrði óþægilegt að hafa karllækni. Áður en ég fer inn er ég spurð hvort það megi vera læknanemar viðstaddir. Jú jú segi ég eins og auli. Þegar ég kem þarna inn þá eru milljón manns þarna og allir glápandi á mig. Þetta var ógeðslega vont og mér leið eins og einhverju sýningardýri.
Fyrir það fyrsta þá finnst mér að það eigi ekki einu sinni að spurja að því hvort það megi vera læknanemar viðstaddir þegar stelpur eru að fara í fyrsta skipti í svona skoðun. Maður hefur ekki hugmynd um hvað maður er að samþykkja fyrir utan það að hafa ekki hugmynd um hversu margir læknanemar verða viðstaddir.. Það vantaði allt sem hét nærgætni þarna. Í gær fór ég í skoðun hjá kvensjúkdómalækninum mínum - sem er karlmaður - og verð ég bara að segja að þetta var alls ekki svo slæmt miðað við mína fyrri reynslu af þessu. Hann spjallaði við mig á meðan og tók allt það tillit sem þurfti. Maður slappaði betur af sem gerði það að verkum að þetta var ekki svo vont. Þannig að mín meðmæli til stelpna á mínum aldri - ekki fara upp í krabbameinsfélag. Farið í svona skoðun til ykkar læknis. Og ef þið eruð spurðar hvort það megi vera læknanemar viðstaddir segiði þá bara nei!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli