13 október 2003

Jæja, þá er það tilkynningaskyldan. Það er nú svo sem mest lítið að frétta af mér. Maður er bara að læra og vinna og svo lærir maður og vinnur. Lítið líf í búið að vera í gangi undanfarið. Reyndar kíkti ég aðeins út á laugardagskvöldið með Öggu. Það var svaka gaman hjá okkur - eins og alltaf. Annars verður bara lært á milljón þessa vikuna. Ég á afmæli á laugardaginn og langar alveg rosalega mikið að gera eitthvað skemmtilegt og eiga frí frá náminu - samviskubitslaust - yfir helgina. Helgina á eftir er ég svo að passa Kidda þannig að þá verður líka lítill tími til að sinna náminu. Ætla samt að læra þegar hann verður sofnaður og svo koma Dagný og Haukur á sunnudeginum þannig að maður ætti að geta lært eitthvað þá.

Kristinn Breki tilkynnti foreldrum sínum það um daginn að hann ætlaði að gefa Erlu frænku bjór í afmælisgjöf... Ég veit ekki alveg hvaðan barnið fær þá hugmynd. Hann hefur ekki oft séð mig drekka bjór, reyndar á ég alltaf bjór í ísskápnum en ég held að hann sé ekkert að skoða í hann. En jæja, það er allavegana eins gott að maður passi hvað maður gerir og lætur út úr sér í návist svona orðheppinna púka...

En já, ég ætla að fara að læra, er að fara í stærðfræðipróf á morgun og hef ekkert verið í sambandi til þess að læra fyrir það. Það er spurning hverju maður getur reddað á einni kvöldstund..

Engin ummæli: