Jæja, þá er helgin að verða búin. Ég er bara búin að vera öfga góð og róleg. Sótti Kristinn Breka kl. hálf 11 í gærmorgun og skilaði honum kl. 1 í dag. Við höfðum það huggulegt frændsystkinin og djömmuðum feitt með Stubbunum og Bubba byggi í gærkvöldi :p
Ég er alveg þvílíkt að láta þessa jafnréttisviku fara í taugarnar á mér. Slekk á öllu sjónvarps- og útvarpsefni sem fjallar um hana. Málið er nú ekki það að ég sé eitthvað á móti jafnrétti - hins vegar fara baráttuaðferðir femínistanna alveg svaðalega mikið í taugarnar á mér. Sú ímynd sem ég fæ af þessu í gegnum fjölmiðla er að það sé aðeins verið að leita eftir jafnrétti á þeim sviðum sem að hentar og jákvæðri mismunun beitt til að hygla konum. Ég sé bara ekki sanngirnina eða réttlætið í því. Held að við náum aldrei fram sátt um jafnréttislöggjöf með svona mismunun - jafnvel þó svo að hún eigi að heita jákvæð. Ég læt mér t.d. ekki detta það í hug að sækja um launahækkun af því að það er jafnréttisvika. Hvað er það?!?! Ég er kannski alin upp við að vera frekja í svona efnum en ég var ekki nema 17 ára þegar ég heimtaði launahækkun í Hagkaup. Ég geri mitt besta til að standa mig í minni vinnu og ég vil líka fá sanngjarnt borgað fyrir hana. Það kemur ekkert upp í hendurnar á manni í nútímaþjóðfélagi. Ég er alveg sammála Baldri Smára með það að maður eigi ekki að fá launahækkun á grundvelli kynferðis - sama hvort maður sé karl eða kona. Stelpurnar verða bara að fara að sýna frekjuna sem í þeim býr í vinnunni! Hætta þessu væli! Og hana nú!
Orkubók Latabæjar er alveg að tröllríða öllu núna. Að mörgu leyti mjög gott framtak sem hvetur börn og þar með foreldra til að huga að hollara mataræði. Það sem ég held að hafi hins vegar gleymst er að kenna börnunum að allt er gott í hófi. Hversu margir foreldrar eru t.d. farnir að lenda í vandræðum með litlu þvengmjóu stelpurnar sínar sem eru nánast hættar að borða nokkurn skapaðan hlut nema grænmeti? Ég sé ekki alveg góða hluti koma af því. Það er bara vonandi að aðstandendur þessa verkefnis átti sig á þessu - eða hafi kannski einhverja lausn á þessu sem ég hef ekki séð í fjölmiðlum enn þá.
Jæja, klukkan er orðin allt of margt og ég er ekki einu sinni byrjuð að læra. Ætla að henda mér í námsbækurnar. Bleble
Engin ummæli:
Skrifa ummæli