Nú er ég skúffuð. Var búin að hlakka geðveikt til að fara í grunnskólakennarann í dag því það átti að fjalla um kennslu á unglingastigi. Ragnhildur er svo eiginlega bara með þroskasálfræðifyrirlestur! Var í tvöföldum svoleiðis tíma í morgun og finnst þetta ekki sniðugt!! Hefði viljað sjá nokkra kennara af unglingastigi fræða okkur um kennsluna þar. Það var svoleiðis bæði þegar það var fjallað um yngri barna kennslu og miðstigskennslu.
Er ekkert að nenna að fylgjast með, ætla að finna mér eitthvað skemmtilegt að gera á leikur.is :p
Engin ummæli:
Skrifa ummæli