20 október 2003

Jæja, þá er maður orðin árinu eldri síðan maður skrifaði síðast. Ég er ekki frá því að það séu komnar nokkrar hrukkur, svei mér þá. Ég fékk gamalmannagjafir - rauðvín og blóm :p og mikið var rætt um börn og barneignir í afmælinu. Annars var gaman að sjá þá sem sáu sér fært að koma og ég segi bara tusind tak fyrir mig :)

En svona svo ég svari kommentinu þínu Hjördís - þá drakk ég nokkra fyrir þig :p Toppaði sjálfa mig á djamminu - og ég sem hélt að það væri ekki hægt. En það er nokkuð ljóst að maður á aldrei að segja aldrei!!

Í gær voru svo bara rólegheit. En samt engin svaðaleg þynnka - ótrúlegt en satt. Hún kannski eldist af manni :p

Þessi vika verður svo kleppur. Ég vann til hádegis í dag og var í skólanum til 5. Er núna upp á Höfða að læra - er bara í matarpásu núna. Það er svo vinna og skóli alla dagana í þessari viku og á kvöldin þarf ég að hitta stelpurnar til að vinna verkefni og ritgerðir. Á fimmtudags- og föstudagskvöldið er ég svo búin að lofa að hjálpa Sigurborgu og Pétri Run að læra fyrir almennu prófið sem þau eru að fara í á laugardaginn. Þá er ég hins vegar að fara að sækja lítinn fjögurra ára púka sem ég ætla að leyfa að gista hjá mér. Þannig að það stefnir allt í rólega helgi og mikinn lærdóm á sunnudaginn. Mig langar samt soldið að reyna að finna tíma í vikunni til að kíkja í búðir - ég á eftir að kaupa nokkrar afmælisgjafir :) Bara gaman að því. En það kemur í ljós hvort ég komist í það núna í vikunni.

En jæja, ég er víst hérna til að læra en ekki til að slæpast á netinu. Ætla að halda á með að lesa um Rudolf Steiner og reyna svo að reikna smá.. Later

Engin ummæli: