07 mars 2004

Annars er nú bara mest lítið að frétta af þessum bænum. Minnz er alveg ónýtur eftir vöku helgarinnar - aldurinn greinilega eitthvað farinn að segja til sín :p Næsta vika verður undirlögð af gerð kennsluáætlunar fyrir æfingakennsluna. Ég vona bara að það gangi samt fljótt hjá okkur - við hljótum að geta smellt saman einni 15 bls áætlun á nokkrum dögum! Þar næsta vika fer þá í gerð kennslugagna fyrir þemaverkefnið okkar, verður ágætt ef við náum að vera ekki í stresskasti með þetta.

Ég sá í fréttunum að menntamálaráðuneytið áminnti MÍ fyrir að vera með of marga nemendur, þe. fleiri nemendur en fjárlagaramminn segir til um. Mér hryllir við svona fréttum. Þó svo að mér finnist það ekki eiga að vera markmið kennara að koma sem flestum nemendum í gegnum stúdentspróf þá vil ég að þjóðfélagið okkar sjái sóma sinn í því að gera þeim nemendum sem vilja mennta sig kleift að gera það. Þorgerður Katrín er búin að setja tóninn fyrir það hvernig hún mun stjórna þessu ráðuneyti og mér finnst það skelfilegt. Þetta er ekki það sem íslenskt menntakerfi þarf á að halda, alveg sama á hvaða stigi námið er. Einn kennarinn minn í Kennó hefur oft sagt að í íslensku menntakerfi séu oftast voðalega flottar byggingar en svo sé alltaf miklu minna lagt upp úr faglega hlutanum og því hvað eigi að eiga sér stað innan veggja þessara flottu bygginga. Það er nokkuð ljóst að það á ekkert eftir að breytast í þeim málum næstu árin. Þorgerður hefur hreykt sér af því að sjálfstæðismenn séu þeir einu í pólitík sem kunni að fara með peninga. Hún mætti hætta að pæla svona mikið í peningamálunum og fara að pæla aðeins í faglegri hlutum í menntamálum. Ekki veitir af í íslensku menntakerfi í dag.

Engin ummæli: