10 mars 2004

Ég er búin að vera að læra með stelpunum í vikunni við undirbúning æfingakennslunnar okkar. Það er þröngt á þingi niðrí Kennó þessa dagana út af ráðstefnu sem kennararnir eru á svo við fórum á kaffihús að læra í dag. Við fórum á Brennsluna og ég verð að viðurkenna að þó svo ég hafi oft farið þangað þá er ég ennþá að reyna að skilja hver tilgangurinn er með hjólastólaklósettinu þar. Ég fatta eiginlega ekki húmorinn á bak við það. Fyrir þá sem ekki hafa farið á Brennsluna þá er kaffihúsið 2 pallar en upp á efri pallinn liggur frekar þröngur stigi sem ekki er fræðilegur að koma hjólastól upp. Maður þarf síðan að labba yfir efri pallinn og fara svo niður þröngan stiga niður í kjallara til að fara á klósettið. Þar er svo extra stórt hjólastólaklósett... Það þarf varla að taka fram að það er ekki sjens að koma hjólastól þarna niður - ja ekki nema það væri enginn í honum..

Annað sem er merkilegt á Brennslunni líka, það er að hafa reyk og reyklaus borð nánast hlið við hlið. Einu sinni var neðri pallurinn alltaf reyksvæði og efri reyklaus en núna virðist það vera bara happa glappa á hvaða borðum megi reykja og hvar ekki. Þannig í rauninni er ekkert reyklaust svæði þarna! Er það ekki lögbrot í dag?

Engin ummæli: