Jæja, þá er fyrsta formúla ársins búin. Verð að viðurkenna að þetta var með leiðinlegri keppnum sem ég hef séð - alveg burtséð frá afar slöku gengi minna manna. Ég vona bara að þetta sé ekki fyrirboðinn fyrir tímabilið þá á maður alveg eftir að hætta að nenna að horfa á þetta. Ég hefði viljað sjá Shuma hringa Montoya, er ekki alveg að skilja að hann skildi ekki hafa gert það. Hvað þá að hann hafi leyft Button að afhringa sig. Vissulega var skynsamlegt að hlífa bílnum í restina en fyrr má nú aldeilis... Það hefði alveg bjargað keppninni - hefði verið það eina markverða sem gerðist! Maður biður bara um að Williams og McLaren nái að vinna almennilega í sínum bílum fyrir næstu keppni og við fáum virkilega skemmtilegt tímabil!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli