Minnz er í áheyrn í Rimaskóla þessa dagana. Í morgun var ég að hjálpa til í matreiðslustofunni. Það eru þemadagar í gangi og okkur kennaranemunum var skipt niður á stöðvar til að hjálpa til. Það gekk mun betur að aðstoða krakkana í seinna hollinu þegar ég var svona nokkurn vegin búin að læra sjálf hvernig maður bakar skúffuköku.. Ég er nú ekki mikið fyrir svona kökur og sætabrauð og hef því ekki lagt neina áherslu á að læra að baka en ég var orðin fínasti skúffukökubakari í restina!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli