Mér skilst að sumum sé farið að langa að vita hvað ég sé að bralla þannig að það er best að bæta úr bloggleysinu. Á mánudaginn í síðustu viku byrjaði æfingakennslan og það hefur því verið lítið um annað en vinnu og skóla hjá mér síðan þá. Helgin var meira að segja bara róleg. Var sofnuð kl. hálf 10 á föstudagskvöldið. Kíkti svo í vídeógláp til vinar míns á laugardagskvöldið. Á sunnudaginn fórum við Kiddi í Húsdýragarðinn. Ég kíkti svo til Öggu að fá lánuð föt og var bara að dúllast. Í dag á svo að skíra hann Fjólmund. Það eru víst allir farnir að vona að hann fái nú loksins almennilegt nafn greyið..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli