17 mars 2004

Jamms og jæja, minnz er enn á lífi. Er að drukkna í vinnu núna við undirbúning kennsluverkefnisins okkar. Mestur tíminn undanfarnar tvær vikur er búinn að fara í það. En það verður tilbúið á hádegi á föstudaginn og öll helgin fer sko í að halda upp á að það sé búið!! Þá er stefnan á að leyfa Kidda með í sund með mér og Valdimari mentorbarni. Síðan verður víst eitthvað smá húllumhæ í vinnunni seinnipartinn á föstudaginn. Á laugardagsmorguninn verður svo vaknað snemma og horft á tímatökur, farið beint í vinnuna, svo er það ræktin, lagt sig, sturta, góður matur og svo förum við Kennóvinkonurnar á djammið til að halda upp á skilalok verkefnisins. Það verður svo ekki farið að sofa fyrr en eftir formúluna á sunnudagsmorguninn. Good plan right ;)

Annars er það stóra fréttin að ég fór í ræktina í gær!!! Svaka dugnaður. Við vinkonurnar áttum gjafakort í Hreyfingu í nokkra daga og ákváðum að nýta okkur það og sjá hvernig okkur litist á. Þá var stefnan tekin á að kaupa árskort ef stöðin félli í kramið. Ég verð nú að segja að við urðum fyrir miklum vonbrigðum með þjónustuna þarna og þó svo við ætlum að nýta okkur þetta nokkurra daga kort þá veit ég ekki hvert framhaldið verður. Ég er eiginlega mjög skúffuð því þetta er svo góð staðsetning fyrir mig, bæði nálægt heima og líka stutt frá vinnunni. Okkur býðst reyndar ágætis díll í Baðhúsið og Sporthúsið en ég er ekkert voðalega spennt fyrir því að fara þangað. Þannig að ef einhver getur mælt með góðri líkamsræktarstöð fyrir mig þá er orðið laust...

Engin ummæli: