Langir dagar..
Dagarnir eru langir núna og minnz er þreyttur. Ef þið heyrið ekki frá mér í einhvern tíma er það vegna þess að ég er drukknuð undir pappírsflóði í vinnunni. Skemmtilegt líf... Annars skellti ég mér í Basecampverið á laugardagskvöldið með Rakel og Kristni Breka og við horfðum þar á Eurovision. Það var hin besta skemmtun og ég mæli hiklaust með því að fólk kíki á þetta svona live. Það var svo samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að ég myndi blikka gaurana í Basecamp og fá miða aftur, þó svo það væri ekki nema á úrslitakvöldið.
Það er svo vika í vaskinn og þá fer maður kannski aðeins að líta upp frá tölvuskjánum. NLP námskeiðið er samt næstu 2 helgar á eftir og prógrammið þar er stíft en það verður sjálfsagt bara gaman. Svo er búið að panta hjá mér pössun seinustu helgina í febrúar svo það ætti að verða stuð hjá mér og litlu dýrunum. Það má allavegana bóka það að frænkan sofi lítið ;) Það verður svo örugglega málið að stinga af vestur um leið og ég á lausa helgi og láta dekstra við mig hjá henni ömmu minni. Bíð spennt eftir því.