Jólin búin
og lífið hefst fyrir alvöru á morgun. Byrja að kenna og rope yogað byrjar á morgun líka. Geri ráð fyrir að vera með harðsperrur alla vikuna. Tók saman spítala- og læknanóturnar mínar um daginn og komst að því að ég eyddi 38þús krónum í það í fyrra. Get þakkað afsláttarkortinu mínu að það var ekki margfalt meira. En nú er það runnið úr gildi og ég stefni á að halda þessum kostnaðarlið í lágmarki þetta árið og vona að ég verði langt frá því að ná upp í annað afsláttarkort.
Annars á Rúnar hrós dagsins fyrir að hafa sótt skóna sína og vindsængina í gær. Þetta varð eftir í bílnum mínum þegar ég skutlaði honum í Dalinn á þjóðhátíð í fyrra og ég get þakkað manneskjunni sem ákvað að halda svart og hvítt þemapartý fyrir það að Rúnar sótti dótið loksins ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli